Andvari - 01.01.1999, Síða 114
112
ÞÓRIR ÓSKARSSON
ANDVARI
(Jena-rómantíkina) og «hinn þjóðlega anda» (Heidelberg-rómantíkina).31 í
skrifum sínum frá fjórða og fimmta áratugnum notaði Jónas Hallgrímsson
lýsingarorðið rómantískur hins vegar bæði um fagurt og tilbreytingarríkt
landslag og danskt samtímaleikrit sem sótti efni sitt til miðalda.32 Konráð
Gíslason hafði það svo m.a. um þá þætti skáldskapar sem hafa «inndæl
áhrif á ímyndunarafl og tilfinníngu» og um viðburði sem eru eins og þeir
væru teknir úr «skröksögu», þ.e.a.s. skáldsögu.33
Að lokum má geta bókmenntaritgerða Gríms Thomsens frá miðjum
fimmta áratugnum þar sem fram koma augljós áhrif frá fagurfræði Hegels,
þrískiptingu hans í rómantíska, symbólska og klassíska list, allt eftir vægi
form- og efnisþátta.34 í rómantískri list hefur andinn yfirhöndina, í
symbólskri list formið, en í klassískri list falla andi og form saman. En
Grímur sótti líka fjölmargt til þeirra evrópsku bókmenntamanna sem
höfðu sig mest í frammi um þessar mundir og fléttuðu orðinu rómantík inn
í tiltölulega flókið og viðamikið hugtakakerfi, tengdu það bæði afmörkuð-
um stefnum og tímabilum bókmenntasögunnar. Af þessu leiðir að Grímur
notaðist ekki bara við eitt almennt hugtak, heldur greindi rómantíkina í
ýmsa undirflokka. Hann talaði t.d. bæði um miðaldarómantík og nútíma-
rómantík, kristna rómantík, heiðna og veraldlega, um nýrómantíska skól-
ann, rómantismann og hinn þroskaða rómantíska skáldskap. Þá geta skáld
verið klassísk-rómantísk eða hálfrómantíkerar allt eftir afstöðu sinni til
annarra bókmenntastefna sem Grímur gerði einnig grein fyrir.
Þó að bókmenntaritgerðir Gríms Thomsens séu vafalaust metnaðar-
fyllstu ritsmíðar í íslenskri bókmenntafræði 19. aldar urðu þau öðrum ís-
lendingum aldrei fyrirmynd eða grunnur til að byggja á, ef til vill vegna
þess að hann skrifaði á dönsku og fjallaði fyrst og fremst um erlendan
skáldskap, franskan, enskan og danskan. Af þessum sökum urðu hugmynd-
ir hans um rómantíkina aldrei til að móta skilning manna eða skapa ein-
hverja hefð. Þar virðist hafa orðið áhrifaríkari sú umræða sem átti sér stað
hér á landi á níunda áratug síðustu aldar og tengdist uppgjöri raunsæis-
manna við skáldskap eldri kynslóðarinnar. Sú umræða bar að sumu leyti
keim dæmigerðrar kappræðu, með tilheyrandi gífuryrðum, en hafði að
öðru leyti faglegt yfirbragð.
Áhrifa kappræðunnar gætir einkum í því neikvæða viðhorfi til róman-
tískra bókmennta sem nú tók að bera á í æ ríkara mæli. Sem andhverfa
raunsæisstefnunnar fékk rómantíkin á sig blæ óraunsæis, draumóra og
veruleikaflótta. Menn fullyrtu að raunsæismenn lýstu því sem er, jafnt
fögru sem Ijótu, en að rómantíkerar lýstu því sem ætti að vera. Þeir fegri
allt og glæsi, - og það úr hófi fram. Reyndar er athyglisvert að skáld sem
oft er kennt við rómantík, Matthías Jochumsson, varð einna fyrst til að
ræða um rómantíkina í ljósi slíkra raunsæisviðhorfa, og það í bréfi til Stein-