Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1999, Side 120

Andvari - 01.01.1999, Side 120
118 ÞÓRIR ÓSKARSSON ANDVARI þess notað til að auðkenna ákveðna strauma í dönskum og þýskum sam- tíma Jónasar sem skálds. Hvorki Einar Ólafur Sveinsson né aðrir bókmenntafræðingar sem dregið hafa upp svipaða mynd af Jónasi,49 hafa gengið svo rösklega til verks. Pvert á móti heldur fólk áfram að tala um rómantík í íslenskum bókmenntum, en slær bara þann varnagla að hún sé ekkert sérstaklega rómantísk. Oft er þetta skýrt með áhuga skáldanna á samfélagslegum málefnum, menntun og framförum, - sem að vísu séu augljósar leifar upplýsingarstefnunnar. Fleiri möguleikar hafa verið nefndir. Einar Ólafur skýrði íslenska rómantík á næsta athyglisverðan hátt í grein frá 1930. Þar benti hann m.a. á að þegar rómantíkin kom til Norðurlanda hefði miðaldadýrkun hennar orðið til þess að beina athygli skáldanna að norrænni fortíð. Það varð hins vegar all- afdrifaríkt, sagði Einar Ólafur: En þá bar þannig við, að norræn skáld, svo sem Oehlenschlager og Tegnér, horfðu of langt aftur í tímann og lentu á fombókmenntum vorum, sem voru nærri því ólýriskar með öllu og sáralítið rómantískar. Fór þar fram undarleg samtenging óskyldra fyrir- bæra.50 Rómantíkin hratt með öðrum orðum af stað einhvers konar sjálfseyðingu eða sjálfslækningu, að dómi Einars Ólafs. Ekki síst hafði þetta afgerandi áhrif hér á landi, þar sem arfur fornbókmenntanna var ríkulegri en annars staðar. Fyrir tilstuðlan hans varð skáldskapur 19. aldar bæði hófstilltur og klassískur: «það er glettni forlaganna, að rómantíkin skuli þannig hafa vís- að íslenzkum skáldum, sem vilja ganga á vegum hennar, burt frá sér», sagði Einar Ólafur (235). Það felst því kannski engin veruleg mótsögn í þeim ummælum og fullyrðingum hans nokkrum línum seinna að rómantíkin komi hingað með Bjarna Thorarensen, verði ekki ofan á fyrr en töluvert eftir 1830 og sé enn í blóma á þriðja fjórðungi aldarinnar. Hér sem hjá Poestion eru einfaldlega dregin skörp og afdráttarlaus skil milli róman- tískra skáldskapareinkenna (af erlendum / þýskum uppruna) og rómantík- ur sem (þjóðlegs) tímabils eða stefnu í íslenskum bókmenntum. Ekki er laust við að þessi «órómantíska rómantík» okkar íslendinga hafi gert margan ágætan bókmenntafræðinginn eilítið reikulan í orðum, enda hafa þeir ekki alltaf gert grein fyrir skilningi sínum á rómantíkinni og margþættu eðli hugtaksins. Skemmtilegt dæmi um slíkt er í fróðlegri grein sem Stefán Einarsson skrifaði árið 1935 um gamanbréf Jónasar Hallgríms- sonar, en þar segir m.a.: Engum getur blandast hugur um tóninn, sem ríkir í bréfum þeirra Jónasar Hallgríms- sonar og Konráðs, þegar þeir skrifast á. Svo kynlegt sem það kann að virðast, þegar þess er gætt, að þarna eru aðalboðberar rómantísku stefnunnar, - að minnsta kosti er Jónas það, - þá er þó eiginlega langt frá því, að hugarfar þeirra, - einkum kannske
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.