Andvari - 01.01.1999, Page 120
118
ÞÓRIR ÓSKARSSON
ANDVARI
þess notað til að auðkenna ákveðna strauma í dönskum og þýskum sam-
tíma Jónasar sem skálds.
Hvorki Einar Ólafur Sveinsson né aðrir bókmenntafræðingar sem dregið
hafa upp svipaða mynd af Jónasi,49 hafa gengið svo rösklega til verks. Pvert
á móti heldur fólk áfram að tala um rómantík í íslenskum bókmenntum, en
slær bara þann varnagla að hún sé ekkert sérstaklega rómantísk. Oft er
þetta skýrt með áhuga skáldanna á samfélagslegum málefnum, menntun og
framförum, - sem að vísu séu augljósar leifar upplýsingarstefnunnar. Fleiri
möguleikar hafa verið nefndir. Einar Ólafur skýrði íslenska rómantík á
næsta athyglisverðan hátt í grein frá 1930. Þar benti hann m.a. á að þegar
rómantíkin kom til Norðurlanda hefði miðaldadýrkun hennar orðið til þess
að beina athygli skáldanna að norrænni fortíð. Það varð hins vegar all-
afdrifaríkt, sagði Einar Ólafur:
En þá bar þannig við, að norræn skáld, svo sem Oehlenschlager og Tegnér, horfðu of
langt aftur í tímann og lentu á fombókmenntum vorum, sem voru nærri því ólýriskar
með öllu og sáralítið rómantískar. Fór þar fram undarleg samtenging óskyldra fyrir-
bæra.50
Rómantíkin hratt með öðrum orðum af stað einhvers konar sjálfseyðingu
eða sjálfslækningu, að dómi Einars Ólafs. Ekki síst hafði þetta afgerandi
áhrif hér á landi, þar sem arfur fornbókmenntanna var ríkulegri en annars
staðar. Fyrir tilstuðlan hans varð skáldskapur 19. aldar bæði hófstilltur og
klassískur: «það er glettni forlaganna, að rómantíkin skuli þannig hafa vís-
að íslenzkum skáldum, sem vilja ganga á vegum hennar, burt frá sér», sagði
Einar Ólafur (235). Það felst því kannski engin veruleg mótsögn í þeim
ummælum og fullyrðingum hans nokkrum línum seinna að rómantíkin
komi hingað með Bjarna Thorarensen, verði ekki ofan á fyrr en töluvert
eftir 1830 og sé enn í blóma á þriðja fjórðungi aldarinnar. Hér sem hjá
Poestion eru einfaldlega dregin skörp og afdráttarlaus skil milli róman-
tískra skáldskapareinkenna (af erlendum / þýskum uppruna) og rómantík-
ur sem (þjóðlegs) tímabils eða stefnu í íslenskum bókmenntum.
Ekki er laust við að þessi «órómantíska rómantík» okkar íslendinga hafi
gert margan ágætan bókmenntafræðinginn eilítið reikulan í orðum, enda
hafa þeir ekki alltaf gert grein fyrir skilningi sínum á rómantíkinni og
margþættu eðli hugtaksins. Skemmtilegt dæmi um slíkt er í fróðlegri grein
sem Stefán Einarsson skrifaði árið 1935 um gamanbréf Jónasar Hallgríms-
sonar, en þar segir m.a.:
Engum getur blandast hugur um tóninn, sem ríkir í bréfum þeirra Jónasar Hallgríms-
sonar og Konráðs, þegar þeir skrifast á. Svo kynlegt sem það kann að virðast, þegar
þess er gætt, að þarna eru aðalboðberar rómantísku stefnunnar, - að minnsta kosti er
Jónas það, - þá er þó eiginlega langt frá því, að hugarfar þeirra, - einkum kannske