Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1999, Side 124

Andvari - 01.01.1999, Side 124
122 ÞÓRIR ÓSKARSSON ANDVARI íslenska skáldskap sem kenndur er við rómantík með tilvísun til hinnar «upprunalegu og róttæku» rómantíkur annars vegar og með hliðsjón af «ís- lenskri aðlögun» hennar í kvæðum Bjarna og Jónasar hins vegar? Sækir þessi túlkun ekki fullmikið til þeirrar þjóðernislegu mælskufræði aldamóta- kynslóðarinnar að hin eiginlegu þjóðskáld okkar hafi í senn verið þjóðræk- in, upprunaleg, heilbrigð og framsækin? í verkum þeirra gæti ekki sömu «úrættunar» og í skáldskap flestra annarra þjóða. Það eitt að renna augum yfir íslenskan skáldskap 19. aldar ætti alltént að gera okkur ljóst að höfundarnir voru ekki allir steyptir í sama mót. Hvað á t.d. Gísli Brynjúlfsson sameiginlegt með Jónasi Hallgrímssyni, og þó lýsti Benedikt Gröndal þeim fyrrnefnda svo í Dægradvöl að hann væri «allur ekki annað en rómantík»?56 Og hvað er að segja um Grím Thomsen, Bene- dikt Gröndal, Steingrím Thorsteinsson, Matthías Jochumsson og Kristján Fjallaskáld? Ekki hafa allir samþykkt þá skoðun að þeir fylgi í fótspor Bjarna og Jónasar. í Dægradvöl lýsti Benedikt Gröndal hinum unga Grími Thomsen t.d. svo, að hann hafi verið «herold eða fyrirboði hins nýja tíma, og með honum hófust breytingar á hugmyndum pilta» (87). I bókmennta- sögu sinni hélt Poestion því einnig fram að Benedikt Gröndal hefði efnt til formlegs «skóla» hinnar yngri skáldakynslóðar, m.a. Kristjáns Fjallaskálds (432 og 470). Vissulega væri fróðlegt að fara nánar í saumana á slíkum hræringum. í þeirri athugun lægi t.d. beint við að kanna hvað fjölmargar þýðingar íslenskra skálda á evrópskum samtímaskáldskap segi okkur um áhugamál þeirra. Það er auðvitað eðli bókmenntasögunnar að einfalda hlutina, og slíkt er í sjálfu sér ekki aðfinnsluvert. Við þurfum hins vegar að átta okkur á því, að þegar við skiptum sögunni niður í tímabil erum við, viljandi eða óviljandi, að ýta undir þá hugmynd að það hafi í raun og veru ekki orðið neinar um- talsverðar breytingar innan einstakra skeiða. «íslensk rómantík» er skoðuð sem ein óslitin heild, upplýsingaröldin sem önnur heild og þar fram eftir götunum. Því lengri sem einstök tímabil verða, því meiri hætta er á að blæ- brigði bókmenntanna dofni eða hverfi alveg, og á sama hátt er hætt við að hugtökin sem notuð eru til að lýsa þeim missi merkingu sína. Og væntan- lega viljum við það ekki. Þegar við skiptum bókmenntasögunni niður í tímabil ýtum við sömuleið- is undir þá skoðun að einstök skeið standi óhjákvæmilega sem fullkomnar andstæður þeirra tímabila sem fara á undan og koma á eftir. Ef allt er með felldu ætti rómantíkin t.d. að vera andstæða bæði upplýsingar eða nýklass- isisma og raunsæis vegna þess að hún stendur á milli þeirra. «En hvers vegna var rómantíkerinn Jónas ekki ákafur andstæðingur klassísistans Egg- erts?» spyr Arni Sigurjónsson í riti sínu um bókmenntakenningar síðari alda og kemur í framhaldi af því með hugsanlegar skýringar, svo sem þá að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.