Andvari - 01.01.1999, Side 132
130
SOFFlA auður birgisdóttir
ANDVARI
hvernig þær verða fyrir áhrifum frá erlendum bókmenntum, til að mynda
fyrir tilstuðlan þýðinga. Petta síðasta atriði hefur lengst af verið vanrækt
þegar þjóðarbókmenntasaga er skrifuð sem meðal annars má sjá af því að
þýðingar eru sjaldnast teknar með í umræðuna um það sem einkennir
þjóðarbókmenntir. Undantekning frá þessu er þó umræðan um „innlenda
höfunda erlendis“ og þá sérstaklega ef um er að ræða höfunda sem mark-
visst hafa reynt að kynna þjóð sinni erlenda bókmenntastrauma, eins og til
dæmis var tilfellið með mörg íslensk skáld sem dvöldust í Kaupmannahöfn
á ofanverðri nítjándu öld og í byrjun þeirrar tuttugustu.
Hinn dæmigerði bókmenntasöguritari kýs venjulega að halda sig innan
landamæra þess lands sem er viðfangsefni hans vegna þess að ef þýðingar
eru teknar með inn á kortið er við því að búast að landslagið fari að taka á
sig ýmsar framandi myndir eða, eins og Astráður Eysteinsson orðar það í
Tvímœlum: „/. . ./ jafnskjótt og farið er að meta stöðu þýðinga með hlið-
sjón af frumsömdum verkum - og öfugt - taka sjálfgefin landamæri hinnar
þjóðlegu bókmenntasögu að riðlast.“3 Þótt góðar bókmenntaþýðingar séu
yfirleitt vel séðar af lesendum og taldar geta augðað þjóðarbókmenntirnar
þegar best lætur, er það hins vegar einnig ljóst að þær geta á ýmsan hátt
rekist óþægilega á hinar innlendu bókmenntir, verið í andstöðu við þær og
birt framandleika sem óþægilegt getur verið fyrir bókmenntasöguritarann
að gera grein fyrir.
Þýðingar lesum við á okkar máli, verkið hefur verið flutt af annarlegum tungum en er
eftir sem áður útlenskt og „annarlegt" á ýmsan hátt. Við erum hvorki hér né þar.
Þýðing er brú yfir landamæri og lesandi þýðinga er á sífelldu ferðalagi fram og aftur
milli landa, þjóða, menningarsvæða. Þess vegna eru þýðingar líka óþægilegar viðfangs
fyrir þann sem vill sjá skýrar línur í bókmenntasögunni. Ekki verður einungis erfið-
ara að skýra sögu bókmenntanna út frá tengslum milli einstakra skáldverka og tiltek-
inna þjóðlegra viðfangsefna eða sögulegra aðstæðna, heldur kunna þýðingar að
stangast á við þróun sem sjá má í „innlendum" bókmenntum - frá sjónarhóli frum-
saminna verka fela þýðingar gjarnan í sér margskonar „tímaskekkju".4
Nú mætti kannski ætla að þýðingar á verkum íslenskra höfunda sem hafa
skrifað frumtexta sinn á erlendu máli stæðu nær „innlendum“ bókmennt-
um en þýðingar á verkum erlendra höfunda, að framandleiki þeirra væri
minni en verka höfunda sem sprottin eru upp úr öðru og ólíku menningar-
umhverfi. En það þarf þó ekki að vera vegna þess að þeir íslensku höf-
undar sem skrifuðu á dönsku, til að mynda, voru að skrifa inn í evrópskt
bókmenntakerfi og þær hræringar sem áttu sér stað í bókmenntum Evrópu
á ritunartíma verkanna voru á margan hátt frábrugðnar þeim bókmennta-
straumum sem ríktu á íslandi á sama tíma. Ég tel að þetta megi glöggt sjá á
viðtökum Islendinga á þeim verkum Gunnars Gunnarssonar sem komu út í
Danmörku á öðrum áratug þessarar aldar. Hér er um að ræða verk eins og