Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1999, Page 152

Andvari - 01.01.1999, Page 152
150 BIRNA BJARNADÓTTIR ANDVARI „gráleitur skyrhræringur lífsins með lævísum sýklum, litríkum líffærum og reyfarakenndum og morðsjúkum dauða“ (206-207). Og hvað var lífið í huga þessa fólks? „Menn litu á lífið sem hvern annan óskapnað gerðan af hendi guðs“, það var svíðandi sár „en hægt að minnka sviðann með enda- lausum sögum frá morgni til kvölds á stað þar sem enginn kunni að yrkja eða syngja“ (207). Ég fann, segir maðurinn löngu seinna, að þetta var rétti lífsmátinn. Og hann rifjar upp hvernig hann hlustaði sífellt á „óðinn til líkamans og harm- inn yfir honum“ og hvernig hvort tveggja síaðist líklega inn í hann - „með þeirri óvitlausu skoðun“ - að líkaminn „sé lífið en sálin eitthvað á mörkum þess og dauðans. í honum eru ævintýrin, fyrir utan hann næstum ekkert“ (207). En hvað með fræðin um sálina og mannlega náttúru? Á þessum tíma var fólk í Grindavík fávíst um Freud og skáldskapur þess, hræringurinn, í litlu samræmi við fræðin um sálina sem voru að festa rætur í menningarsam- félögum Evrópu. En hvað með frásagnir annarra en þorpsbúa? getur les- andi spurt. Var þá hvergi gáfað fólk á íslandi? Um frásagnir sem drengur- inn heyrði annars staðar, eins og í Reykjavík þegar hann og pabbi hans fóru á elliheimilið þar sem föðuramma hans dvaldi, segir hann fullorðinn: „Venjulega var velst um af hlátri þegar fólk hélt „góðgerðunum“ að manni en ég tók eftir leiða hjá sjálfum mér yfir því hvað gáfað fólk gerði sér stundum lélegar en væntanlega lærdómsríkar frásagnir að góðu“ (288). Skáldskapurinn í Grindavík er það sem er og það er eins og greina megi rætur hans í hugsun skáldsagnahöfundar um sálina. Á þessum tíma, segir hann, vissi enginn um Freud eða skáldskap hans byggðan á kvenfólki í Vínarborg sem átti eftir að breiðast út um heiminn og brengla fremur en hann breytti framkomu og mannlegri náttúru, heldur kom hann nýrri tegund af ótta inn hjá lærðum og jafnvel ólærðum sem iðnaðarsamfélög nútímans hafa svipt lífsreynslunni en fengið í staðinn barnalegt hugarfar, hinar fáránlegu hugmyndir um að eðlilegur ótti og ýmsar hrær- ingar sem spretta í sálarlífinu af samskiptum manna við sjálfa sig og aðra, hugsanir þeirra og sínar, séu geðflækjur. (189) Hér að baki býr ekki hugsun á borð við: Skáldskapur sem hrærir holdinu saman við sálina getur ekki tekið kenningar um flækjur sálarlífsins alvar- lega, hversu skrautlegar sem þær eru! Það er jafn ólíklegt að einhver hugsi: Jafn siðmenntuð og lærð kenning um sjúkleika sálarinnar getur aldrei fótað sig í sálarlausu mannlífi á gaddfreðnum berangri! Eins og fram hefur komið vissi fólkið í Grindavík rétt fyrir miðbik 20. aldar ekkert um skáldskap Freuds. Og ætli Freud hafi vitað mikið um skáldskapinn í Grindavík? Sé hins vegar spurt um afstöðu til mannsins og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.