Andvari - 01.01.1999, Síða 152
150
BIRNA BJARNADÓTTIR
ANDVARI
„gráleitur skyrhræringur lífsins með lævísum sýklum, litríkum líffærum og
reyfarakenndum og morðsjúkum dauða“ (206-207). Og hvað var lífið í
huga þessa fólks? „Menn litu á lífið sem hvern annan óskapnað gerðan af
hendi guðs“, það var svíðandi sár „en hægt að minnka sviðann með enda-
lausum sögum frá morgni til kvölds á stað þar sem enginn kunni að yrkja
eða syngja“ (207).
Ég fann, segir maðurinn löngu seinna, að þetta var rétti lífsmátinn. Og
hann rifjar upp hvernig hann hlustaði sífellt á „óðinn til líkamans og harm-
inn yfir honum“ og hvernig hvort tveggja síaðist líklega inn í hann - „með
þeirri óvitlausu skoðun“ - að líkaminn „sé lífið en sálin eitthvað á mörkum
þess og dauðans. í honum eru ævintýrin, fyrir utan hann næstum ekkert“
(207).
En hvað með fræðin um sálina og mannlega náttúru? Á þessum tíma var
fólk í Grindavík fávíst um Freud og skáldskapur þess, hræringurinn, í litlu
samræmi við fræðin um sálina sem voru að festa rætur í menningarsam-
félögum Evrópu. En hvað með frásagnir annarra en þorpsbúa? getur les-
andi spurt. Var þá hvergi gáfað fólk á íslandi? Um frásagnir sem drengur-
inn heyrði annars staðar, eins og í Reykjavík þegar hann og pabbi hans
fóru á elliheimilið þar sem föðuramma hans dvaldi, segir hann fullorðinn:
„Venjulega var velst um af hlátri þegar fólk hélt „góðgerðunum“ að manni
en ég tók eftir leiða hjá sjálfum mér yfir því hvað gáfað fólk gerði sér
stundum lélegar en væntanlega lærdómsríkar frásagnir að góðu“ (288).
Skáldskapurinn í Grindavík er það sem er og það er eins og greina megi
rætur hans í hugsun skáldsagnahöfundar um sálina. Á þessum tíma, segir
hann,
vissi enginn um Freud eða skáldskap hans byggðan á kvenfólki í Vínarborg sem átti
eftir að breiðast út um heiminn og brengla fremur en hann breytti framkomu og
mannlegri náttúru, heldur kom hann nýrri tegund af ótta inn hjá lærðum og jafnvel
ólærðum sem iðnaðarsamfélög nútímans hafa svipt lífsreynslunni en fengið í staðinn
barnalegt hugarfar, hinar fáránlegu hugmyndir um að eðlilegur ótti og ýmsar hrær-
ingar sem spretta í sálarlífinu af samskiptum manna við sjálfa sig og aðra, hugsanir
þeirra og sínar, séu geðflækjur. (189)
Hér að baki býr ekki hugsun á borð við: Skáldskapur sem hrærir holdinu
saman við sálina getur ekki tekið kenningar um flækjur sálarlífsins alvar-
lega, hversu skrautlegar sem þær eru! Það er jafn ólíklegt að einhver hugsi:
Jafn siðmenntuð og lærð kenning um sjúkleika sálarinnar getur aldrei fótað
sig í sálarlausu mannlífi á gaddfreðnum berangri!
Eins og fram hefur komið vissi fólkið í Grindavík rétt fyrir miðbik 20.
aldar ekkert um skáldskap Freuds. Og ætli Freud hafi vitað mikið um
skáldskapinn í Grindavík? Sé hins vegar spurt um afstöðu til mannsins og