Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1999, Síða 153

Andvari - 01.01.1999, Síða 153
ANDVARI ENDURFÆÐING HARMLEIKS 151 mannlegrar náttúru og þeirra lögmála sem ofin hafa verið til handa honum og henni, má hér ekki aðeins greina samræðu skáldsagnahöfundar við eitt þeirra, heldur þá sköpun sem felst í samræðu skáldskapar og fræða. Tekur kannski hugsun skáldsaganhöfundar hugsun fræða fram sé viðfangsefnið „maður í lífinu“? Vanrækja fræðin á stundum djúpið í manninum? Á Freud sér kannski vart hliðstæðu í því efni, ef frá er talin kenning sem kennd er við kristni? Hvert er sambandið þar á milli? Allt eru þetta spurningar sem vakna í huga lesanda. Það var Freud, segir skáldsagnahöfundurinn, sem eyðilagði á sinn hátt óheftu lífsgleðina, svo menn lifa og gleðjast eftir reglum, og renndi stoðum undir þau viðbrögð sem hafði áður verið helst að finna hjá nunnum, munkum, prest- um eða siðapostulunum sem hafa alla tíð haldið að allt hið dýpsta í uppruna okkar, einkum leikgleðin, sé dýrsleg framkoma; þannig höfum við orðið geðveiki að bráð. Og hana skuli reka út eins og áður illa anda, ekki með flengingum og píslum í klaustrum heldur vísindahjátrú og lyfjum í sjúkrahúsum. Vegna þess að okkur er hvorki eðlilegt að gleðjast né þjást á þann hátt sem eðlið segir til um. Þannig hefur þeim Messíasi á vegum sálarlífsins sem ætlaði að útrýma geðflækjunum tekist að auka þær og uppnám tilfinninganna, auka óstöðugleikann og sýkja samfélagið með ótta við manneðlið til að skapa fólki eins konar ný kirkjustörf eða vinnu á því sviði sálarinnar sem hefur alltaf gert manninn að manni og ekki ætti að lækna. Læknaðu ekki manninn af sjálfum sér, þá hættir hann að vera maður og breytist í nauðsynja- vöru með rétta erfðavísa samkvæmt guðdómi geðbiluðu vísindanna. (189) Það er í orðum eins og þessum sem lesandi öðlast enn gleggri sýn á þá sköpun sem hér um ræðir, sköpun sem er tilkomin vegna þeirrar afstöðu sem greina má í samræðu skáldsagnahöfundarins við tvö af áhrifamestu lögmálum vestrænnar menningar. Hér má nefnilega ekki aðeins greina óbeit skáldsagnahöfundar á lærðum kenningum um sálina, heldur andstöðu gegn ofríki guðshugmyndarinnar þegar kemur að möguleikum skapandi mannsmyndar. Frá sjónarhóli skáldskaparins er eins og hvort tveggja skerði ekki aðeins tjáningu þeirra tilfinninga sem eðlið býður, heldur sjálft dýpi manneskjunnar, líkt og hún verði guðlegri sjúkdómsgreiningu að bráð. Eru manngerð lögmál kannski í andstöðu við sjálft viðfangsefni þeirra? En hvað með svimandi verkefnið: að lifa? Hvers vegna ætti fólk ekki að finna svölun í kenningum um sálina, þetta líffæri sem hættir ekki að rugla hug þess í efnisleysi sínu? Getur trúin ekki á sama hátt stöðvað þungan nið lífsins í brjóstinu, þennan sem heldur vöku fyrir fólki á nóttunni og gerir það viðskotaillt á daginn? Hvers vegna má guð vísindanna ekki sleikja sár- ið? Það er kannski nálgunin sem er í húfi, nálgunin á viðfangsefninu „maður í lífinu“. Sé sjónarhornið bundið leitinni að uppruna lífs og listar er eins og margræðni þáttar á borð við sálina fái ekki aðeins notið sín, heldur er líkt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.