Andvari - 01.01.1958, Side 8
4
Níels Dungal
ANDVARI
Auk líffærafræðinnar kenndi hann einnig heilbrigðisfræði. Þar
var hann í essinu sínu, því að þar var nægt verkefni fyrir lækn-
inn, vísindamanninn, smiðinn, húsameistarann og skipulags-
fræðinginn, en allt þetta var Guðmundur Hannesson og meira
til. Kennslan var framúrskarandi lifandi, krydduð með sögum
úr reynslu hans sjálfs. Hann kunni mjög vel að segja sögur og
fór einstaklega vel með allt sem hann sagði, því að málrómurinn
var þægilegur og hann talaði ekki hratt, en frásaga hans var
jafnan hæfilega blönduð alvöru og kímni, svo að mönnunr þótti
sérstaklega þægilegt og skemmtilegt að hlusta á hann. Og enginn
þurfti að hlusta lengi á GuÖmund Hannesson til að sannfærast
um, að það var vitur maður sem talaði.
Guðmundur Hannesson var frekar hár maður vexti, alla
ævi grannvaxinn og beinvaxinn, en hallaði dálítið höfði til hægri
er hann gekk. Ennið var hátt, nefið frekar stórt, kinnbein frekar
áberandi og rnunnur í stærra lagi. Andlitið var mun lengra en
það var breitt. Augun voru grá og frekar breitt á milli þeirra.
Yfirskeggið var ljósleitt, en höfuðiÖ sköllótt. Yfir andlitinu var
jafnan alvörublær hins liugsandi manns, en er hann fór að tala,
leið ekki á löngu unz andlitið ljómaði upp af einhverju skemmti-
legu, sem honum datt í hug, því að maðurinn var fullur af
fróðleik og alls koriar þekkingu, sem í huga hans var geymt
innan unr urmul af sögum, skemmtilegum og oft lærdómsrík-
um, sem hann hafði upplifað sjálfur.
Áður en ég kom í háskólann, hafði ég kynnzt Guðmundi
Hannessyni, því að hann kenndi í heilan áratug á unglings-
árum mínum við stýrimannaskólann. Þar hlýddi ég oft á tal
hans við föður rninn og eins hitti ég hann oft hjá Haraldi Níels-
syni, móðurbróður mínum, en þcir voru gamlir vinir. Sóttist
ég eftir að hlusta á þennan dæmalaust fjölfróða mann, sem alltaf
hafði frá einhverju skemmtilegu að segja, vissi eitthvað um
allt, hafði lesið allt, kom manni jafnan í gott skap með sínum
skemmtilegu sögum og virtist geta komið öllum til að hugsa.