Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1958, Síða 8

Andvari - 01.01.1958, Síða 8
4 Níels Dungal ANDVARI Auk líffærafræðinnar kenndi hann einnig heilbrigðisfræði. Þar var hann í essinu sínu, því að þar var nægt verkefni fyrir lækn- inn, vísindamanninn, smiðinn, húsameistarann og skipulags- fræðinginn, en allt þetta var Guðmundur Hannesson og meira til. Kennslan var framúrskarandi lifandi, krydduð með sögum úr reynslu hans sjálfs. Hann kunni mjög vel að segja sögur og fór einstaklega vel með allt sem hann sagði, því að málrómurinn var þægilegur og hann talaði ekki hratt, en frásaga hans var jafnan hæfilega blönduð alvöru og kímni, svo að mönnunr þótti sérstaklega þægilegt og skemmtilegt að hlusta á hann. Og enginn þurfti að hlusta lengi á GuÖmund Hannesson til að sannfærast um, að það var vitur maður sem talaði. Guðmundur Hannesson var frekar hár maður vexti, alla ævi grannvaxinn og beinvaxinn, en hallaði dálítið höfði til hægri er hann gekk. Ennið var hátt, nefið frekar stórt, kinnbein frekar áberandi og rnunnur í stærra lagi. Andlitið var mun lengra en það var breitt. Augun voru grá og frekar breitt á milli þeirra. Yfirskeggið var ljósleitt, en höfuðiÖ sköllótt. Yfir andlitinu var jafnan alvörublær hins liugsandi manns, en er hann fór að tala, leið ekki á löngu unz andlitið ljómaði upp af einhverju skemmti- legu, sem honum datt í hug, því að maðurinn var fullur af fróðleik og alls koriar þekkingu, sem í huga hans var geymt innan unr urmul af sögum, skemmtilegum og oft lærdómsrík- um, sem hann hafði upplifað sjálfur. Áður en ég kom í háskólann, hafði ég kynnzt Guðmundi Hannessyni, því að hann kenndi í heilan áratug á unglings- árum mínum við stýrimannaskólann. Þar hlýddi ég oft á tal hans við föður rninn og eins hitti ég hann oft hjá Haraldi Níels- syni, móðurbróður mínum, en þcir voru gamlir vinir. Sóttist ég eftir að hlusta á þennan dæmalaust fjölfróða mann, sem alltaf hafði frá einhverju skemmtilegu að segja, vissi eitthvað um allt, hafði lesið allt, kom manni jafnan í gott skap með sínum skemmtilegu sögum og virtist geta komið öllum til að hugsa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.