Andvari - 01.01.1958, Síða 18
14
Níels Dungal
ANDVARI
utan af Árskógsströnd. Hann heimsótti lækninn og sagðist vera
kominn í þeim erindum að vita, hvort hann gæti ekki látið nýja
þvagblöðru í konuna sína. Hann hafði heyrt, að læknirinn væri
nýkominn utan frá Danmörku og að hann hefði haft með sér
tvær blöðrur. Nú stæði þannig á með konuna sína, að hún
ætti erfitt með þvaglát, alltaf vildi verða eitthvað eftir, svo
að líklega væri blaðran orðin ónýt í henni og sér hefði því
dotlið í hug, hvort læknirinn vildi ekki láta aðra af hlöðrunum
í hana.
Menningarlíf á Akureyri. Þegar Guðmundur Hannesson
kom til Akureyrar, voru þar fyrir þrír nienn, sem lyltu þessu
litla þorpi frá því að vera lítilfjörlegt þorp upp í að vera
menningar- og framfarastöð. Þessir menn voru: Séra Matthías
Jochumsson, Páll Briern amtmaður og Klemenz Jónsson sýslu-
rnaður. Allt voru þetta mikilhæfir menntamenn, hver hafði sín
áhugamál og auðvitað kynntist Guðmundur Hannesson þeim
öllum, því að áhugi hans náði alla tíð langt út yfir læknis-
fræðina. Páll Briem hafði.mikinn áhuga fyrir framförum í land-
búnaði og trjárækt og honum er það mikið að þakka, hve fagur
trjágróðurinn er orðinn á Akureyri nú, en fyrir þá sök er Akur-
eyri einhver fegursti bær landsins. Ræktunarstöðin mun og fyrst
hafa orðið til í heila Páls Briems, svo að Akureyri á þeinr manni
rnikið að þakka. Klemenz Jónsson var mikill dugnaðar- og fram-
kvæmdamaður, beitti sér fyrir vegalagningu um Eyjafjörð og
hafnargerð á Akureyri og hafði áhuga fyrir ýmsum menningar-
framförum, auk þess sem hann hafði áhuga fyrir sagnfræði og
var vel ritfær. En oftast mun G. H. þó hafa hitt séra Matthías.
Þótt ólíkir væru, voru þessir tveir rnenn að vissu leyti andlega
skyldir. Báðir voru þeir fæddir heimsborgarar, sem höfðu áhuga
fyrir og fylgdust með öllurn andlegum hreyfingum í mennta-
og menningarlífi mannkynsins, hvar sem var í þeim stóra heimi,
og það þótt báðir sætu úti á yzta hjara veraldar, fjarri öllum
mcnningarmiðstöðvum.