Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1958, Page 19

Andvari - 01.01.1958, Page 19
ANDVARI Guðmundur Hannesson prófessor 15 G. H. hafði miklu fleiri og víðtækari áhugamál en Matthías Jochumsson, sem skiljanlega mat skáldskapinn mest, einkum 1 jóð- og leiklist, en fylgdist einnig með í sagnfræði og heimspeki. Fyrir séra Matthías var mikill fengur að fá Guðmund Hannes- son til að tala við, enda kom hann daglega til hans, annaðhvort heim til hans eða í sjúkrahúsið, þar sem hann ræddi einnig oft við sjúklingana. Vafalaust hefir séra Matthías orðið var við það, að G. H. skildi hann betur en flestir aðrir á Akureyri, því að G. H. var vel heima í skáldskap og bar gott skyn á Ijóða- gerð. Þótt skaplyndi þessara tveggja manna væri næsta ólíkt, þar sem skáldið var örgert og uppnæmt, en G. H. rólyndur og athugull framar öllu öðm, þá tókst með þeim mikil og góð vin- átta. Matthías hefir fljótt fundið, hvílík náma af fróðleik G. H. var, ekki aðeins í læknisfræði, heldur og um flesta aðra hluti, en G. H. hefir fljótt gert sér ljóst, hversu mikið skáld séra Matthías var, og lært að meta verðleika hans. Steingrímur Matthíasson, sonur skáldsins, sagði, að það hefði verið Guð- mundur Hannesson, sem fyrst kenndi Akureyringum að skilja, hversu merkilegan mann þeir áttu, þar sem séra Matthías var. Geta má nærri, að margt hafa þessir tveir menn spjallað saman, og víst er, að ekki voru þeir ávallt sammála. Þótt séra Matthías væri manna frjálslyndastur í trúmálum og kreddulaus- astur allra íslenzkra presta á sinni tíð, þá trúði hann þó ein- læglega á guð. En það gerði G. H. ekki. Hann var of vel að sér í náttúrufræðum til þess að geta trúað á nokkurn guðdóm- legan skapara, og einu sinni sagði hann mér, að hann hefði Engi gengið með þá hugmynd að skrifa bók, sem átti að heita „Uppreisnin á móti guði”. í trúarlegum efnurn var því langt á milli séra Matthíasar og G. H., þótt sjaldan virtist það koma að sök. En einu sinni tók G. H. sér fyrir hendur að verja Búddhatrú, sem séra Matthías þekkti vel, og beitti öllum vopnum síns mikla lærdóms til þess að sýna lionum fram á, að það væri ómögulegt, að nokkur guð væri til (en það hafði Búddha kennt), að minnsta kosti ekki 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.