Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1958, Page 31

Andvari - 01.01.1958, Page 31
ANDVARI Guðmundur Hannesson prófessor 27 engan veginn auðvelt að sveigja hugsunarhátt manna inn á nýjar brautir. G. H. sá samt, að slíkt varð að gerast. Honum var Ijóst, að mikið af sóttum vorum átti rót sína að rekja til lélegs húsnæðis, og að nauðsynlegar heilbrigðisráðstafanir gætu ekki komið að gagni, nema miklar framfarir yrðu á híbýlum og þá jafnframt á húsagerð landsmanna. Taugaveikin var þá land- læg, og naumast var að búast við útrýmingu á henni, meðan kamrar voru sóðalegir, eða jafnvel engir kamrar, svo að fjósin voru notuð sem salerni. Berklaveiki, holdsveiki og sullaveiki þrífast mun betur í lélegum og einkum sóðalegum húsakynn- um heldur en björtum og hreinum heimkynnum. Þetta var G. H. allt ljóst, að hversu góðir sem læknarnir væru og hversu vel sem þeir væru menntaðir, þá gætu þeir aldrei ráðið niðurlögum verstu sjúkdóma og sótta okkar, meðan húsakynnin væru eins léleg og þau voru þá. Um mörg ár hafði G. H. haft áhuga fyrir húsagerð, og eðlilega jókst sá áhugi þegar hann fór að reisa sér hús, sem hann teiknaði sjálfur og hugsaði fyrir hverju einstöku atriði í því. Hann las stöðugt bækur og tímarit um húsagerðarlist, og ekki leið á löngu, unz hann var orðinn einhver lærðasti, ef ekki sá lærðasti, af húsameisturum landsins. Hann skrifaði kækling um steinsteypu fyrir almenning 1923 og löngu seinna langa bók um húsagerðarlist á íslandi, sem kom út 1942, sem einn hluti af lðnsögu íslands. , UPP úr þessu kom jafnframt áhugi fyrir skipulagi bæja, því að svo víðfróður maður sem G. H. fylgdist með því, sem 8ert var erlendis í skipulagningu borga, og sá, að bæir og þorp á Islandi var byggt af handahófi og að Reykjavík og aðrir bæir myndu verða hryggðarsjón með tímanum, ef ekki væri tekið úl og gerðir skipulagsuppdrættir, sem allir bæir skyldu byggjast eftir. Á fyrstu háskólaárum sínum skrifaði hann því tvo bækl- 'nga, annan um skipulag bæja, hinn um skipulag sveitabæja. Jslendingar eiga G. H. miklar þakkir skyldar fyrir þetta merki- lega brautryðjandaverk, því að ef hans hefði ekki notið við,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.