Andvari - 01.01.1958, Síða 37
andvari
Guðmundur Hannesson prófessor
33
vera störfum sínum vaxnir, urðu þeir að vera vel menntaðir,
hafa tækifæri til þess að fylgjast með tímanum og njóta verð-
skuldaðrar virðingar í þjóðfélaginu. Kjör lækna höfðu verið mjög
bágborin, einkum héraðslæknanna, en það voru þá flestir læknar
landsins. Árslaun þeirra voru um 1500 krónur, eða á borð við
skrifstofumann á lágurn launum. Gjaldskrárákvæði skipuðu
læknum að vinna fyrir sama og ekkert og útkoman varð sú, að
flestir læknar voru fátækir menn, sem höfðu ekki efni á að
kaupa bækur og tímarit og því síður að fara utan til þess að
fylgjast með í starfi sínu. Stjórnarvöldin virtust balda, að læknar
þyrftu ekki að fá vinnu sína borgaða, því að þegar gjaldskráin
ákvað 25 aura fyrir viðtal og læknisskoðun, þá var reiknað með
því, að sjúklingurinn fengi kaffi á heimili læknisins, og 25
aurarnir áttu að halda lækninum skaðlausum af gestrisninni.
Þegar dýrtíð jókst eftir fyrri beimsstyrjöldina, urðu læknarnir
æ fátækari, því að launin héldust óbreytt og gjaldskráin líka,
unz svo var komið, að héruðin stóðu auð bvert af öðru, því að
uuga nrenn langaði lítt til þess að gerast béraðslæknar upp á
slík vesaldarkjör, sem þeim voru boðin.
G. H. tók málið upp 1918 sem formaður læknafélags íslands
°g sneri sér til þings og stjórnar, til þess að fá leiðréttingu á
máhim læknanna. En hann fékk enga áheyrn. Hann safnaði
uunaðarskýrslum frá læknum um tekjur þeirra og sannfærðist
uni, að þær væru óforsvaranlega lágar, hjá öllum þorranum
sv« lágar, að alger vansæmd var að. Einn héraðslæknir sagðist
u d. aðeins bafa 100 kr. í tekjur af störfunr sínum á ári, auk
fuunanna. Svo að segja allir læknarnir söfnuðu skuldum og var
sýnt, að slíkt gat ekki gengið til lengdar.
Þegar stjórnarvöldin vildu ekkert sinna málinu, greip G. H.
þcss ráðs að skrifa öllum béraðslæknum og spyrja þá, bvort
peir vildu gefa sér umboð til að segja lausu embætti sínu, ef
st]°rnin vildi ekki sinna málaleitun þeirra. Gengust þeir allir
sem einn maður inn á það og sendu honum allir lausnarbeiðni
S!na frá tilteknum degi. Með þessa lausnarbeiðni í vasanum