Andvari - 01.01.1957, Page 10
6
J. Eyþórsson
ANDVAHI
urSu 'hnippingar með þeim í sjóbúðinni, og jukust þær, unz þeir
tókust á, og urðu þar harðar sviptingar. Varð flest undan að láta,
er 'fyrir varð, þar til 'þi'lið 'fór undan búðinni og skaill fram á hlaðið.
Barst nú leikurinn út og létti eigi fyrr en Pétur náði glímuta'ki á
Árna og varpaÖi honum á völlinn. Hafði þar enginn áður borið af
Árna í átökum, og fékk Pétur af þessu mikið orð á sig fyrir karl-
mennsku.
Vor eitt á lestum kom Pétur til Reykjavíkur í norðurleið. Voru
þeir ndkkrir saman félagar og tjölduðu í Fossvogi, sem þá var títt.
Kvöldið áður en þeir skyildu ileggja upp áleiðis norður, kom þeim
saman um, að þeir hefðu of lítið vín til ferðarinnar og báðu Pétur
að sækja það tíJ Reykjavíkur á stóran kút. Pétur varð vel við þessu,
tók hest, er hann átti, afburðagóðan, gráan að 'lit, og 'hélt af stað.
Fór ’hann mi’kinn og dró 'lítt a'f, þó að inn kæmi í bæinn. Fólk var
margt á götunni og hrök’k það fyrir til beggja handa. Þótti bæjar-
búum ferðin háskasamleg og varða við lög. Héldu þeir í humátt á
eftir Pétri, en hann reið rakleitt að búð einni og dvaldist þar inni
eigi lengi áður hann kæmi út aftur með kútinn 'fullan. En þá var
komin þröng manna í götuna, og vildu þeir taka Pétur fastan fyrir
i'lla reið um bæinn. Leizt honum nú ekki á blihuna, því að fátt var
í 'hópnum vina hans eða Norðlendinga þeirra, er manntak væri í-
Tók 'hann það til ráðs, að hann gékk að hestinum, gyrtí hann vel,
tók út úr 'honum 'beizliS og va'fði 'höfuðleðrinu um hægri hönd
sér. StÖkk svo á bak. Þar var nærstaddur Jón Jónsson, bóndi að
Framnesi í Skaga'firði, þá gama-11 orðinn. Var 'hann í skreiðarferð.
Hann kallaði til Péturs: „1 guðs bænum stattu nú fast í ístöðunum!
— Pétur tók 'kútinn undir vinstri hönd og hélt með henni í faxið,
laut svo lítið eitt á'fram á hestinum og sló í hann með beizlinu. Gráni
ærðist og brá á harðasprett. ‘Hrukku þá flestir undan. Þó reyndu
nók'krir að ha'fa hendur á Pétri, og náði einn í 'hægra 'fót hans, en
Pétur sló með beizlinu á höndina, og var 'þá takinu sleppt. E'ftir það
varð l'ítið um mótstöðu, og létti klárinn ekki sprettinum fyrri en 1
Fossvogi. — Pétur sagði síðan, að sá, er greip í 'fót 'honum, hafi haft