Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1957, Side 30

Andvari - 01.01.1957, Side 30
26 J. Eyþórsson ANDVARJ þingi. Olli þetta miklum eriiðlcikum kennurum og nemöndum, og sérstaklega tók Pálmi rektor sér nærri ofbeldi þetta og átti erlitt með að gleyma því eða fyrirgefa. Um þessar mundir tók Pálmi að beita sér fyrir því af alefli, að nýtt bús yrði reist handa Menntaskólanum. Gamla búsið var orðið langsamlega of lítið fyrir nemandafjöldann. Allt búsnæði þar bafði verið tekið fyrir kennslustofur, m. a. íbúð rektors. Vorið 1942 bar bann fram á Alþingi tillögu þess elnis, að ríkisstjórninni væri falið „að láta undirbúa og leggja lyrir næsta reglulegt Alþing tillögur um framtíðarhúsakost og bentugan stað fyrir Mennta- skólann í Reykjavík". Var tillaga þessi samþykkt. Síðan má heita, að bver nelndin væri skipuð af annarri til þess að þoka málinu áfram, unz skipuð var bygginganefnd 2. apríl 1952, er skyldi undirbúa ,,byggingu búss fyrir Menntaskólann í Reykjavík'1. Var Pálmi formaður, en með honum störfuðu þeir Einar Erlends- son þáverandi húsameistari ríkisins og Elörður Bjarnason skipu- lagsstjóri. Lóð fékkst undir bygginguna, fjórir hektarar að stærð, norðan undir Litlublíð og sunnan Miklubrautar, en Skarphéðinn Jóhannsson var fenginn til þess að gera teikningar af skólahúsi og rektorsbústað. Haustið 1953 hófust framkvæmdir. Var byggður bústaður handa rektor og gralið fyrir grunni skólans. En vorið eftir (1954) lét menntamálaráðuneytið stöðva bygginguna, meðan ný athugun færi fram á byggingamálinu. Við það situr enn. Þessi málalok voru mikil vonbrigði fyrir Pálma rektor, enda þörf skólans fyrir aukin og bætt húsakynni vissulega aðkallandi. I skólaslitaræðu 1945 gerir hann húsnæði skólans að umræðu- efni og segir þá m. a.: „Þegar skólinn fluttist hingað, beið hans nýt-t skólahús, hið bezta og vandaðasta, sem ndkkru sinni hafði reist v-erið á landinu. Aðbúð hans þá og í'yrst framan af þoldi fyllifega samanburð við það, sem annars staðar tíðkaðist í Evrópu. . . . Frá Bessastöðum 'fluttust 33 nemendur hingað. I upphafi skólaárs 1850 voru þeir 50 að tölu, en 1865 voru 62, enda var í upphafi gert ráð fyrir því, að húsið

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.