Andvari - 01.01.1957, Side 98
94
Björn Jakobsson
ANDVARI
lionum voru gerðar dásamlegar marmaramyndir. En jafnan var
höfuð hans heldur í minna lagi. Ég geri ekki ráð fyrir því, að
íslendingar taki hann til fyrirmyndar, enda þarfleysa.
Það er eðlilegt og sjálfsagt að búa þannig að börnum og
unglingum í skólurn, að hæfileikar þeirra fái að dafna og list-
rænar gáfur verði ekki útundan. Ollum börnum sé kenndur
nótnalestur, söngur og hljóðfærasláttur, eftir því sem geta þeirra
leyfir. Þeirn sé kennt að hreyfa sig eftir hrynjandi lags. Þau
læra smárn saman að skynja efni þess og birta það í listrænum
hreyfingum.
Allar námsgreinir skóla hafa fullan rétt til jafns við aðrar.
Þetta verða allir kennarar að skilja, og kunna aS meta þær, þótt
þeir kenni þær ekki sjálfir. Laginn kennari gerir hvaða nám
sem er að hugþekku, hrífandi starfi.
Nauðsynlegt er, að nám sé fjölbreytt og aðlaðandi, svo nem-
endur gefi sig að því með heilum hug. Það sama á við tóm-
stundastörf þeirra. Því fer vel að velja þau, sem ekki eru kennd
í skóla, t. d. aðrar íþróttir. Togstreita kennara um tómstundir
nemenda, sér til handa, er óhafandi.
Heimili og skólar annast uppeldi æskunnar. Einn meginþáttur
þess er íþróttir. Mætti verja til þeirra einni stund daglega og
rúmum tírna til baða.
Stefnt sé að því, að hér vaxi upp heilbrigð og starfsöm |yjóð,
lífsglöð og góðum gáfum gædd.
Hver og einn leysi störf sín svo vel af höndum sem kostur er.
Lánist þetta, mun vel fara.
E f n i .
Pálmi Hannesson rektor, eftir J. Eyþórsson (með mynd) ................ 3—-34
Hérað milli sanda og eyðing þess, eftir Sigurð Þórarinsson ........... 35—47
Brot úr verzlunarsögu, eftir Þorkel Jóhannesson....................... 48—81
Þáttur um skipsströnd í Skaftafellssýslu, eftir Gísla Sveinsson....... 82—91
Um íþróttir í skólum, eftir Björn Jakobsson .......................... 92—94