Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1957, Blaðsíða 38

Andvari - 01.01.1957, Blaðsíða 38
34 J. Eyþórsson ANDVAM gekk hann rakleitt upp í Menntaskóla. I efsta þrepi stigans þraut krafta hans, og andaðist hann fáurn mínútum síðar á skrif- stofu rektors, þar sem hann hafði starfað daglega í 27 ár. Utför hans var gerð 28. nóv. og hófst með athöfn í Mennta- skólanum, þar sem settur rektor, Kristinn Ármannsson, flutti kveðjuorð, en því næst mælti Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráð- herra, gamall nemandi Pálma, á þessa leið m. a.: „Pálmi Hannesson er látinn. Með honurn er til moldar geng- inn einn svipmesti skólafrömuður þjóðarinnar, glæsilegur mennta- maður, ágætur Islendingur. Pálmi Hannesson var náttúrufræðingur. Plann hafði sterkan áhuga á vísindum. Mér er samt nær að halda, að listhneigðin hafi verið ríkari í hug hans. Áhugi lians fyrir íslenzkri náttúru var ekki síður mótaður af næmri tilfinningu listamannsins en skörpum skilningi vísindamannsins. ... , Meginstarf sitt vann Pálmi Hannesson þó ekki sem náltúru- fræðingur, heldur sem skólamaður. Hann var afburða kennari. I stjórn hans á skólanum leyndi það sér ekki, að hann var til' finningamaður, skapmaður, en hann var jafnframt góðviljaðut vitmaður. Honum gat þótt og hann gat fyrirgefið, — hvort tveggja af jafnheilum hug. En hvort sem hann hnyklaði brúnir eða brosti hlýlega, þá var yfir honum sá glæsibragur, sem olli því, að hann var jafnmikils virtur af nemendum sínum og samstarfsmönnum • Þessi ummæli gamals nemanda, samkennara og að síðustu yfirboðara hins látna rektors eru í senn hófsöm, hlvleg og hrein- skilin — engu síður en orð hins ókunna Norðlendings, sem um getur í upphafi þessa máls. Þess vegna er þeim haldið til haga hér sem sígrænum laufum á leiði Pálma Hannessonar. í dómkirkjunni stóðu nemendur heiðursvörð við kistu rektors- Séra Jón Þorvarðarson, sóknarprestur Pálma Hannessonar í teigssókn, jarðsöng. Var öll útfararathöfnin með djúpum alvöru hlæ og hin virðulegasta. Stofnað var til minningarsjóðs Pálma Hannessonar, og er honum ætlað að styðja íslenzk náttúruvism '•
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.