Andvari - 01.01.1957, Blaðsíða 25
andvaiu
Pálmi Hannesson rektor
21
son annar, og féllu fyrir þeirn slíkar höfuðkempur sem Magnús
Guðmundsson og Jón Sigurðsson á Reynistað. — Átti Pálmi sæti
á Alþingi til 1942, en dró sig þá í hlé. Á því tímabili voru háð
níu þing. Hann gekk í Framsóknarflokkinn, þegar hann gerðist
þingnraður, og átti sæti í miðstjóm flokksins upp frá því.
Á þingi var Pálmi virðulegur fulltrúi kjördæmis síns, án þess
að hann beitti sér fyrir verulegum stórmælum eða nýmælum,
vel virtur af andstæðingum jafnt sem samherjum. Á hann var
hlaðið nefnda- og trúnaðarstörfum fleirum en góðu hófi gegndi
eða nokkur maður kemst með góðu móti ylir jafnhliða anna-
sömu embætti, því að Pálmi gegndi jafnan rektorsembætti sínu
um þingtímann. Hann átti sinn þátt í því, að lög voru sett um
Rannsóknaráð ríkisins 1940 og átti sæti í því til dauðadags. í
útvarpsráði átti hann sæti frá 1935—1946 fyrst kjörinn af hlust-
endum, en síðan af Alþingi. Flutti Pálmi allmörg útvarpserindi
og þætti, enda var hann vissulega einn allravinsælasti útvarps-
niaður landsins. 1 bæjarstjóm Reykjavíkur átti hann sæti 1946—
1950. Sæti átti hann í Menntamálaráði 1934—43 og síðan frá
1946 til æviloka. Gegndi hann þar mikilsverðu hlutverki í út-
klutun námsstyrkja til nemanda. — Einnig lét hann bókaútgáfu
Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins til sín taka.
Laxveiðilöggjöf sú, er nú er í gildi, er að verulegu leyti verk
Fálma Flannessonar. Hann var ráðunautur Búnaðarfélags íslands
um veiðimál í vötnum frá 1926—1929, og starfaði í milliþinga-
uefnd til lagasetningar um þau efni 1930/32. Var hann síðan
formáður veiðimálanefndar upp frá því. Hann var einnig for-
maður nefndar þeirrar, er endurskoðaði veiðimálalöggjöfina
1954/55. Hafði Pálmi mikinn áhuga á þ ví, að löggjöf þessi
Fæmi að góðu haldi til eflingar fiskstofninum í ám og vötnum.
Minnist ég þess, er við komum til hans austur í Reykjakot síðla
sumars, nokkrir kunningjar, og ætluðum að taka hann með norður
a Kjöl en þangað fýsti hann mjög. En nú var illt í efni. Veiði-
þjólur hafði verið að verki í Ölfusá að undanförnu, og Pálmi
hafði einsett sér að sitja fyrir þeim þrjóti um nóttina og hand-