Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1957, Side 72

Andvari - 01.01.1957, Side 72
68 Þorkell Jóhannesson ANDVABI við íslenzka menn, en sjálfur hafði hann eignazt góða aðstöðu til hvors tveggja í Hafnarfirði. Eigi er kunnugt um bréfaskipti þeirra Þorsteins um mál þetta, en í marzlok 1870 ritar Krohn Jóni Sigurðssyni af þessu tilefni. Hefir hann nú hugsað málið og rætt um það við kaupmenn í Björgvin, en eigi var þó enn niðurstaða fengin af þeim viðræðum. Hugmynd Krohns var sú, að efnt yrði til hlutafélags á íslandi í því augnamiði að reka verzlun við Noreg. Þegar slík samtök væri stolnuð, yrði maður sendur til Björgvinjar, vel kunnugur öllu, er varðaði íslands- verzlunina, sem gefið gæti upplýsingar um allt, er máli skipti um þessi efni. Jafnframt yrði safnað hlutafé handa félagi þessu í Björgvin, eftir því sem þurfa þætti. M. a. taldi Krohn, að félagið þyrfti að eignast gufuskip til vöruflutninga milli landa. Tillögur þessar urn félagsstofnun Islendinga og Norðmanna sendi Krohn einnig Þorsteini Egilssyni. Þess var fyrr getið, að 10. apríl 1869 lagði erindreki verzl- unarsamtakanna á suðvesturlandi, Sigfús Eymundsson, af stað til Kaupmannahafnar með póstskipinu Diana. Með þessu sama skipi fór Þorsteinn Egilsson utan. Óvíst er, hvort Þorsteinn hefir þá verið húinn að fá bréf Krohns, sem fyrr var að vikið. Hitt er víst, að þegar til Kaupmannahafnar kom og þeir félagar hittu Jón Sigurðsson, hefir málið jafnskjótt á górna borið og varð þegar að ráði, að þeir Sigfús héldi för sinni áfram til Björgvinjar. Reyndar höfðu þeir ekkert fé fram að leggja, en liins vegar hafði Sigfús allsterk samtök hak við sig og bauð að tryggja all- mikil viðskipti á íslandi, ef félag yrði stofnað. Þótti nú vænlega horfa og í síðara hluta maí tókst Krohn að stofna hlutafélag, Det islandske Handelssamlag í Björgvin, en markmið félagsins var að reka verzlun og fiskveiðar við ísland, ýmist beint frá bæki- stöðvum félagsins í Noregi eða í samstarfi við íslenzka kaup' rnenn og verzlunarfélög. Hlutaféð var ákveðið 12000 speciudalir en gert ráð fyrir, að Islendingar gæti gerzt lduthafar og maetti þá auka lilutaféð um allt að 5000 speciudali. Félagið skyldi hafa aðsetur í Björgvin. Var nú ráðið, að samtök þau á íslandi, er

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.