Andvari - 01.01.1957, Qupperneq 14
10
J. Eyþórsson
ANDVAW
kost, sem liann las og þrautlas í föðurgarði. Á þeim lærði hann
íslenzku eða fékk það vegarnesti, sem hverjum manni er nauÖ-
synlegt til þess, að íslenzkur stíll í beztu merkingu þess orðs
verði honum í blóð borinn. Aldrei spurði ég Pálma um þetta,
og líklega hefur það aldrei borizt í tal. En annað sagði hann
mér: Heima á Skíðastöðum var til uppdráttur Björns Gunnlaugs-
sonar af íslandi. Hann var undir gleri í ramma og hékk á vegg,
yfir rúmi í baðstofunni. Frá því Pálmi mundi eftir sér, hafði hann
löngunr staðið uppi í rúmi þessu til þess að virða fyrir sér upp-
dráttinn og lesa nöfnin á honurn. Fór svo að hann lærði þau öll
ósjálfrátt og mundi í réttri röð. Að þeirri þekkingu bjó hann í
skóla og ætið síðan. Idann rnundi afstöðu fjalla og fjarða betur
en velllestir aðrir, og undraðist ég oft hina öruggu staðhátta-
þekkingu hans, er við urðum samferða í flugvél yfir landið eða
með annesjum þess.
SKÓFAÁR. Ilaustið eftir að Pálmi fermdist réðst hann til
frænda síns, séra Þorsteins Briem á Hrafnagili í Eyjafirði, til
þess að húa sig undir skólanám. Þeir Þorsteinn voru systkina-
synir. Gekkst rnóðir Pálma fyrir því og flutti hann norður, er
hann fór í fyrsta sinni að heiman. Naut hann tilsagnar séra Þor-
steins í tvo vetur, en fór að þeim loknum í 2. bekk gagnfræða-
skólans á Akureyri.
Eftir 1912 var Pálmi ekki að staðaldri heima á Skíðastöðum,
enda slitu þau móðir hans og stjúpi samvistum 1914, og fluttist
liún þá til Sauðárkróks og var þar búsett upp frá því til dauða-
dags (1945). Á vetrum dvaldist hún þó oft í Reykjavík hjá syni
sínunr og tengdadóttur.
Pálmi Hannesson kom til Akureyrar vorið 1913 til þess að
þreyta vorpróf fyrsta bekkjar. Þá sá ég hann í fyrsta sinn, og cl'
mér það minnistætt. Þetta vor átti ég að ganga undir 2. bekkjar
próf og var einhverju sinni staddur með nokkrum félögum mín-
um á skólaganginum. Blíðuveður var úti, eins og norðlenzkur
maí-dagur getur beztur orðið. Skólaflötin bak við húsið var auð