Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1957, Blaðsíða 8

Andvari - 01.01.1957, Blaðsíða 8
4 J. Eyþórsson ANDVARI manns að baki embættum og mannvirðingum. Störf hans verða ekki vegin eða metin hér nema að litlu leyti. Til þess er ot skammt liðið, síðan hann féll frá, að dórnar urn slíkt verði rit- aðir af fullu hlutleysi eða lesnir af öllurn með hlutlausu hugar- fari. ÆSKUSTÖÐVAR OG ÆTT. Pálini Hannesson fæddist að Skíðastöðum í Skagafirði 3. jan. 1898 og ólst þar upp til 16 ára aldurs. Bærinn Skíðastaðir standa á svonefndri Neðribyggð, suður frá Víðimýri, en skammt norður frá Mælifellshnúk. Er fjallasýn því yfirbragðsmikil frá Skíðastöðum, en sveitin hið neðra grösug og góð undir bú. Foreldrar Pálma, Hannes Péturs- son og Ingibjörg Jónsdóttir, giftust 25. júlí 1892 að Alfgeirsvöll- um og hófu búskap á Skíðastöðum sarna ár. Þeim varð þriggja barna auðið, og var Pálmi þeirra yngstur. Elztur er Pétur Hannes- son, póst- og símstjóri á Sauðárkróki, kvæntur Sigríði Sigtryggs- dóttur Benediktssonar frá Hvassalelli í Eyjafirði, og þar næst Jórunn Hannesdóttir, ekkja Jóns Sigfússonar verzlunarmanns a Sauðárkróki. Hannes Pétursson á Skíðastöðum var Skagfirðingur í marga ættliði, og má rekja ætt hans til Hrólfs Bjarnasonar ins sterka lögréttumanns að Álfgeirsvöllum, en Hrólfur var kvæntur sonar- dóttur Torfa sýslumanns í Klofa. Var Pálrna Hannessyni vel við báða þessa ættfeður sína, og jafnan hallaðist hann að því, að Klofajökull (Vatnajökull) væri kenndur við Klofa í Landssveit, óðal Torfa. Föðurafi Pálma var Pétur Pálmason bóndi í Valadal og síðar á Álfgeirsvöllum. Pétur í Valadal var hestamaður ágætur, og um hann er vísa Jóns á Þingeyrum Ásgeirssonar: ,,Við skulurn koma að Valadal og vænan finna Pétur. Mínurn góða gjarðaval gefur enginn betur“. — Pétur var fæddur í Syðra-Vallbolti árið 1819. Faðir hans var Pálmi bóndi Magnússon í Syðra-Vallbolti Péturssonar. Var Pálmi Hannesson því heitinn eftir langafa sínum. Kona Magn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.