Andvari - 01.01.1957, Blaðsíða 36
32
J. Eyþórsson
ANDVARI
Þá játningu vil ég gera hér, að í öndverðu 'hugðist ég ek'ki leggja
fyrir mig kennslu nema þá að öðrum þræði og því síður skólastiórn.
En atvi'kin, sem öllu ráða, leiddu mig á þessa braut. Síðan hef ég
einatt saknað þess að geta ek'ki sinnt hugðarefnum mínum hinum
fyrri svo sem ég hefði viljað. En ég hef a'ldrei um það sakazt, og nú
lýk ég þessum ]ítilfjörlegu reikningsskilum með orðum Þorgeirs í Vík:
Mikið ég fékk fyrir mikið sár.
Mááke fer hezt eins og sökin stár.
Og guð, þér sé þölkk fyrir allt.
Þegar ég stóð hér fyrir 25 árum iflutti ég ávarp, sem síðar var
haft í skimpingum af sumum og kallað sannleiksleitarræða rektors-
ins. . . . Ræðunni 'lauík ég með svöfelldum orðum: Svo kveð ég yður
til starfs og drengilegrar athafnar. — Gangið fram og hlúið að hverju
lífgrasi, sem grær við götu yðar, — en umfram allt — leitið sann-
leikans.
Með þessum orðum ávarpa ég yður enn, nemendur. Með þeim
ávarpa ég enn alla nemendur mina fjær og nær. . . .“
Þegar Pálmi rektor flutti þessa ræðu haustið 1954, liafði hann
átt við vanlíðan og vanheilsu aS stríða í þrjú undanfarin ár. Var
það æðakölkun og of mikill blóðþrýstingur, sem þjáðu hann.
Veturinn 1953/54 var hann langdvölum í Kaupmannahöfn undir
læknis liendi. Gerði hinn víðfrægi danski læknir, dr. E. Buscb
vandasama skurðaðgerð á Pálma, og bætti hún svo stórlega heilsu
hans, að hann tók við skólastjórn og lióf kennslu í Menntaskol-
anum haustið 1954. Þegar hann flutti ræðu sína, þá er framan
getur, hefur hann efalaust haft sterkan grun um, að hann aetti
ekki mörg ár eftir. En lítt lét hann slíkt á sér finna, og er eg
þess fullviss, að hann hafi einsett sér að halda velli, meðan
kraftar entust, Og vel mundi hann stef Egils: