Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1957, Side 53

Andvari - 01.01.1957, Side 53
andvari Brot úr verzlunarsögu 49 áttu því í raun réttri mikil ítök í verzlun þeirra og hirtu í sinn sjóð vænan hluta af ágóðanum. Auk þeirra manna, sem nú voru taldir, mætti nefna fáeina menn, sem fengust við verzlun öðru hverju í helztu kaupstöðum, svo sem í Reykjavík og á Akureyri, en af þeirn er hka sögu að segja: í heild sinni var verzlunar- astandið þannig frarn um miðja öldina, að í stórum landshlutum ríkti hin rammasta einokun, einkum á svæðinu frá Djúpavogi og vestur í Strandasýslu, en þar rnátti kalla, að 4 dönsk verzlunar- hús, 0rum & Wulff, Gudmann, Thaae og bræðurnir Jakobsen, réði einir öllu fram um 1860. Árið 1844 hefjast fyrstu skipulegu sarntök landsmanna til áhrifa á verzlun sína. Voru það bændur í Háls- og Ljósavatns- hreppi í Þingeyjarsýslu, undir forustu síra Þorsteins Pálssonar á Hálsi, er hér riðu á vaðið. Er allgreinilega ritað um hreyfingu þessa í riti Arnórs Sigurjónssonar, Samvinnufélögin á íslandi 100 ára, og einnig er að þessu vikið í ævisögu Tryggva Gunnarssonar, I- bindi. Hreyfing þessi vakti allmikla athygli, og meðal annars var stofnað verzlunarfélag í Reykjavík 1848, að dæmi þingeysku bændanna, m. a. að forgöngu Jóns Guðmundssonar, síðar rit- stjóra Þjóðólfs. Víðar reyndu menn með slíkum samtökum að ná betri verzlunarkjörum hjá kaupmönnum, en hvergi með veru- legri festu nema í Þingeyjarsýslu og við Eyjafjörð. Llpp úr 1860 efldist hreyfing þessi af nýju. Og árið 1868 gerðust þau tíðindi, að verzlunarsamtökin í Þingeyjarsýslu og Eyjafirði stóðu að því að kaupa skip af strandi í því skyni að gera það haffært og nota ríl vöruflutninga rnilli landa. Var þetta upphaf Gránufélagsins, er með réttu má kalla fyrsta íslenzka samvinnufélagið hér á landi, et' færist það stórvirki í fang að reka sjálfstæða verzlun við útlönd, en það var formlega stofnað í jan. 1869, þótt eigi tæki það til starfa fyrr en vorið 1870.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.