Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1957, Side 21

Andvari - 01.01.1957, Side 21
andvaiu Pálmi Hannesson relítor 17 sem þar voru gerðar 1930, á rústmn og þúfnamyndun voru endur- teknar árið 1940 af Steinþóri Sigurðssyni og Pálrna. Sumarið 1931 ferðaðist Pálmi um Fjallabaksveg eða Land- mannaleið, rannsakaði Torfajökul og skrifaði síðan ýtarlega lýs- ingu á svæði þessu í Árbók Ferðafélagsins (1933). Sumarið 1933 kannaði Pálmi Brúaröræfi. Hefur hann birt kafla úr þeirri dagbók sinni í Flrakningum og heiðavegum, 3. b. í framhaldi af því rannsakaði hann svæðið umhverfis Snæ- fell 1935. 1936. Lhn vorið ferðaðist Pálmi nokkuð um V.-Skaftafells- sýslu með prófessor Noe-Nygaard og Niels Nielsen til þess að athuga bergtegundir. Er dagbók frá þeirri ferð mjög læsileg og fróðleg. 1937. Lakagígar. Mjög merkar rannsóknir og ýtarleg dagbók. Enn fremur ferðast hann þá um heiðalönd Síðumanna og lýsir þeim. 1939. Ýtarleg skýrsla um hlaup úr Hagavatni og Grænalóni. Flaug Pálmi til beggja vatna í lítilli flugvél með Sigurði Jónssyni Eugmanni. Djarflegar ferðir, sem heppnuðust vel. 1941 segir í dagbók frá flugferð til Grímsvatna og Skeiðarár- sands, en þá stóð yfir hlaup í Skeiðará. Enn eru í þessa árs dagbók dýptarmælingar frá Kleifarvatni °g skýrsla um breytingar á vatnsborði þess um nokkur ár. 1947. Heklugos. Ytarlegar dagbækur um upphaf eldanna og þróun þeirra. 1949. Dagbók frá Mývatni og Melrakkasléttu, er Pálmi ferð- aðist þá um ásamt dr. Sig. Þórarinssyni. Síðar um sumarið at- Eugaði Pálmi vötn og berglög á Auðkúluheiði með tilliti til stíflu- gerðar, ef Blöndu yrði veitt vestur í Friðmundarvötn og virkjað 1 Forsæludal. Fram undir 1940 eru því nær allar rannsókna og könnunar- ferðir farnar á hestum. Var Sigurður Jónsson frá Brún (í Svartár- dal) oftast fylgdarmaður og lagði til hesta. Voru þeir að vísu 'tiisjafnlega tarndir, flestir styggir og strokgjarnir, eins og títt er

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.