Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1957, Page 77

Andvari - 01.01.1957, Page 77
ANDVARI Brot úr verzlunarsögu 73 verra, að upp kom ágreiningur milli verzlunarfélagsmanna við Faxaflóa. Eins og fyrr segir, stýrði Þorsteinn Egilsson verzlun Samlagsins í Efafnarfirði og sóttu þangað Alftnesingar og menn af Vatnsleysuströnd. En er hér bar tvennt að í einu, hrömun Samlagsins í Björgvin og endurskipulagning Verzlunarfélags Reyk- víkinga, mun Þorsteini hafa þótt illa horfa um framtíð Samlags- verzlunarinnar í Elafnarfirði. Hinn 12. des. 1873 er svo frá skýrt í Þjóðólfi, að stofnað hafi verið verzlunarfélag á Álftanesi og annað á Vatnsleysuströnd. „Munu hvorir tveggja hafa sent tals- vert fé nú með póstskipinu til Hafnar, að minnsta kosti 4—5 þúsundir rd. hvort. Eigi eru þó félög þessi, að því oss hefir skilizt, hlutafélög, heldur leggur hver félagsmaður fé til kaup- anna eftir því sem liann hefir megn til og vilja, líkt og verið hefir í félagi þeirra Magnúsar í Bráðræði og hans félaga. Álft- nesingafélagið ritaði hlutafélaginu hér í Reykjavík til og var það bréf borið fram á félagsfundinum 2. d. þessa mánaðar; huðu þeir Reykjavíkurfélaginu að ganga í félag sitt; en kostirnir voru þannig lagaðir, að engum fundarmanni gat látið sér í hug detta að ganga að þeirn; því að þeir miðuðu allir að því að Reykja- víkurfélagið skyldi sundrast og hverfa í hitt félagið; enda eru lélög þessi stofnuð sitt á hvorum grundvelli." Urðu nokkrar hlaðadeilur út af máli þessu. En liversu sem hér var um dæmt, varð Reykjavíkurfélaginu augljós hnekkir, er bændur í nágrenni bæjarins gerðu samtök með sér til þess að girða fyrir það, að það gæti eflzt að tilstyrk nágrannasveitanna, sem þó var auðvitað tryggilegast og hagkvæmast. Aðalfundur í verzlunarhlutafélaginu í Reykjavík var hald- inn 2. des. 1873. Þá voru hluthafar taldir um 235 og hlutaféð um 11 þús. rd. í stjórn félagsins voru kosnir: Halldór Kr. Frið- i'iksson, Jón Guðmundsson og Kristinn Magnússon. Sýnt er, að menn vildu á þessurn fundi gera enn eina tilraun til þess að fá Magnús Jónsson og fylgismenn hans inn í félagið og kusu hann meira að segja í stjórn, en hann hafnaði því með öllu og varð svo búið að hafa. Næstu daga var afráðið, að Jón Guð-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.