Andvari - 01.01.1957, Blaðsíða 51
andvari
Hérað milli sanda og eyðing þess
47
Að öllu samanlögðu er það ekki alveg óhugsandi að frásögn
Oddaverjaannáls: „lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð
kona og kapall“, sé sanrileikanum ekki mjög fjarri. Hitt verður
þó að telja sönnu nær, að allmargir íbúanna hafi hjarað af fyrstu
goshrinuna, en vafalítið hafa allir, sem uppi stóðu, flúið sveitina
svo fljótt sem auðið varð. Er því líklegast, að þeir, sem fyrstir
hættu sér til Héraðs eftir að ósköpunum linnti, hafi fundið þar
fátt kvikt fyrir, og vera má jafnvel, að þar hafi þó fundizt kerling
ein, sem einhverra hluta vegna hafi orðið eftir, svo og hross;
þannig að sannleikskorn sé í hinum þjóðsagnakenndu sögnum
síðari alda.
Fyrir nokkrum árurn var einn Kvískerjabræðra, Sigurður
Björnsson, að vinna með jarðýtu í nágrenni Hofs og rakst þá á
rúst bæjar þess, er Isleifur Einarsson nefnir Gröf, skammt norður
aí Hofi. Þennan bæ er nú verið að grafa fram á vegum Þjóð-
minjasafnsins og stjórnar Gísli Gestsson, safnvörður, því verki.
Er auðsætt, að þetta býli, sem hefur verið mesta myndarbýli,
hefur lagzt í eyði vegna vikurfallsins mikla 1362. Haustið 1955
veittist mér sú ánægja að hjálpa til við uppgröftinn nokkra daga.
Síðasta daginn, sem ég gróf þama, kom ég niður á kvarnarstein
í bæjarrústunum, óvenju haglega gerðan. Ekki er ólíklegt, að sá
steinn hafi forðurn malað íslenzkt korn. Víst er, að Rauðalækjar-
kirkja átti „sáld korns í jörðu“ er síðasti máldagi hennar var
skrifaður.
Þessi haglcga gerði kvarnarsteinn er mér síðan symból eða
tákn þeirrar blómlegu byggðar, Héraðs milli sanda, er leið undir
lok á því herrans vori 1362. Þegar hún reis úr rústurn að nýju
hét hún ekki lengur Hérað, ekki einu sinni Litlahérað. Hún
Bét Öræfi. Þetta einstæða, mótsagnakennda byggðarnafn, Öræfi,
óbyggðin, auðnin, er upphafsorð nýrrar sögu, en um leið loka-
°rðið í sögu Héraðs milli sanda.
4