Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1957, Blaðsíða 50

Andvari - 01.01.1957, Blaðsíða 50
46 Sigurður Þórarinsson ANDVARI viðurkenna, að náttúruöflin geti átt algerum sigri að fagna í baráttunni við mannlífið. Og svo virðist, sem í þetta blandist einnig sú reynsla, að í slíkum hamförum eigi böfðinginn sér eigi fremur bjargar von en smælinginn, nema síður sé. Hið vinnandi fólk er í nánari tengslum við náttúruna og hlýðir frekar aðvarandi rödd hennar. Með tilliti til þess, að kirkjan á Rauðalæk stóð af sér blaupið, er sú frásögn Jóns Egilssonar, að prestur og djákn hafi bjargazt, ekki ósennileg. En hvað um aðra Héraðsbúa? Við skulum reyna að gera okkur grein fyrir því, hvað hugsanlega gæti hafa orðið þeirn að aldurtila. Styðst ég þar m. a. við það, sem vitað er um svipuð stórgos í öðrum löndum, svo sem öskugosið mikla í St. Maria í Guatemala 1902 og fleiri. Fyrst er að nefna jökulhlaupið. Telja má öruggt, að það hafi sópað burt einhverjum bæjum, einkurn í nágrenni Rauða- lækjar og Sandfells, svo og suður af Svínafelli, og að þarmcð hafi allmargt fólk týnt lífi sínu. En jafnvíst er, að margir bæir munu hafa verið þannig í sveit settir, að hlaupið gat ekki náð til þeirra. Byrjun gosa fylgja oft snarpir jarðskjálftar og ekki er ólíklegt, að þvílíku megingosi sem þessu hafi fylgt þeir kippir, að einhverjir bæir liafi hrunið og manntjón jafnvel af orðið. Með reynslu af mestu jarðskjálftunum hérlendis á síðari öld- um er þó ekki hklegt, að margir hafi farizt í Héraði af þessum völdum. Meiri líkur eru fyrir því, að vikur- og öskufallið hafi orðið einhverjum að aldurtila. Líldegt má telja, að bæði menn og skepnur, er úti voru, og áttu nokkra leið til bæja, hafi getað lamizt til dauðs af grjótkasti og vikurfalli. Skammt norður af Hori hefi ég séð vikurköggul rneira en hálfan metra í þvermál, og gcfur það nokkra hugmynd um hvernig verið hefur að dvelja utan dyra þegar þetta gos var í algleymingi, en það er min ætlan, að mestu af vikrinum hafi niður rignt á einurn sólarhring eða svo. Vel má vera, að vikurinn hafi verið heitur, og hefm' það ekki bætt úr. Enn er sá möguleiki fyrir hendi, að svo mikið hafi verið um fíngert öskuryk, að fólk hafi blátt áfram kafnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.