Andvari - 01.01.1957, Page 24
20
J. Eyþórsson
ANDVARI
reista á þekkingu, góðum vilja og manndómi. í þessu auðnu-
leysi, sem nú gengur yfir mennina, hef ég enga trú á hávaða
og gauragangi. Eg hef enga trú á neinum halelúja-sósíalisma eða
á húrra-fasisma. Og ég hef ekki heldur neina trú á einhverjum
laisse fair liberalisma. . . .“
Pálmi hafði hins vegar ríka samúð með þeirri hölda kind,
sem vinnur hörðum höndum á landi og sjó, bændum, verka-
mönnum, sjómönnum. Því má óhætt fullyrða, að pólitísk samúð
hans hafi jafnan verið ríkust með þeim flokkum, er þær stéttir
stóðu að, — án þess að vera öðrum stéttum andsnúinn.
I s’íðustu skólaslitaræðu sinni, vorið 1956, varar hann enn
sem fyrr hina ungu stúdenta við pólitískri múgmennsku:
„í landi voru er nú tími mikillar málýtni og mikils áróðurs,
tími haturs og hughvarfa. Þið sjáið, að hvarvetna er vegizt á með
orðum fremur en rökum, alls staðar höfðað til tilfinninoa meira
en skynsemi. Fyrir því vil ég nú að síðustu, að leiðarlokum, gefa
yldcur ráð, og það er þetta: Varðveitið hjarta ykkar hreint og
hugsunina skýra, því að slíkt tel ég aðal menntaðs rnanns. Hitt
er ósvinnt, þótt algengt sé hér, að hlaupast saman í múg fyrir
vígorðum einum eða blekkingum. — Um þetta mætti ræða
rnargt, eins og hér er háttað í landi, en öllu verður því sleppt-‘
Það bar til vorið 1937, að Pálmi Hannesson var staddur
með nemendahóp úr 5. bekk í skólaferð norður í Skagafirði.
Alþingiskosningar stóðu fyrir dyrum, og deilur voru harðar. Þing-
menn héraðsins höfðu þá um sinn verið hvor úr sínum flokki,
Magnús Guðmundsson fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en Sigfús Jóns-
son fyrir Framsóknarflokkinn, báðir ágætir menn og virðulegh
þingfulltrúar. Þá verður séra Sigfús bráðkvaddur, er skammt var
til kjördags. Framsóknarmenn í Skagafirði brugðu þá hart við og
skoruðu fastlega á Pálrna að gefa kost á sér til þingmennsku
fyrir flokk þeirra. Réð, að ég hygg, meira ást á héraðinu og vin-
átta við bændur, að hann varð við áskorun þessari, heldur en
löngun til þingmennsku. Á kjördegi hlaut Pálrni slíkt fylgi, ^
hann varð fyrsti þingm. héraðsins, en Steingrímur Steinþors-