Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1957, Side 96

Andvari - 01.01.1957, Side 96
ANDVARI Um íþróttir í skólum. Erindi flutt í Þjóðlcihjiúsinu á hundrað ára afmccli s\ólaíþrótta, 15. apríl 1957. Eftir Björn Jakobsson. íþróttir í skólum vega nróti kyrrsetum nemenda. Flestir lieil- brigðir unglingar og ungir menn stunda þær með glöðu geði. Þeir finna þrekið vaxa, hreyfingar verða frjálsar og öruggar. Af hyggindum og reynslu læra íþróttakennarar að gera sér grein fyrir áhrifum íþrótta, hvað þær gefa í aðra hönd, miða val þeirra við aldur og þroska nemenda. Að þessu leyti er leik- fimi einkar lieppileg í skólurn. Með henni má móta líkamann, fegra vöxt og hreyfingar. Fjöldi leika, við allra hæfi, er nú iðkaður í skólum, hæði innan liúsa og undir beru lofti. Vetraríþróttir, skíðafar og skauta- lilaup, hafa fengið fótfestu í skólum, og verða vonandi þjóðar- íþróttir, er fram líða stundir. Frjálsar íþróttir eru nokkuð stund- aðar og öllum er skylt að læra sund. Er það vel farið. Sund- kunnátta bjargar fjöri margra manna og er mjög skemmtileg íþrótt í vinsamlegri samhúð við eina höfuðskepnanna, sem er háskaleg ósyndum. Má með sanni segja, að skólaíþróttir okkar sé furðu fjölbreyttar. Áhrifa íþrótta gætir á lunderni eða geð nemenda. Þetta er ekki áróður heldur vissa. Oft og tíðum reynir á þor og snarræði leikmanna, þolinmæði og stillingu, einkum þegar kapp er í leik sem venja er. Þá skiptir miklu að gætt sé prúðmennsku og leik- gleði bregðist ekki. Rétt er að víkja að því, að alvarleg keppni hentar livorki börnum né unglingum, sízt einmerinings keppni-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.