Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1957, Side 64

Andvari - 01.01.1957, Side 64
60 Þorkell Jóhannesson ANDVAM laust hafði sterk áhrif á þessa þróun málanna og átti ef til vill mestan þáttinn í því að menn hófust handa einmitt á þessu ári, 1869. Síðan 1865 höfðu átökin í frelsisbaráttu landsmanna farið harðnandi, en umræöurnar um fjárhagsmálið, er nátengt var sjálfu stjómarbótamálinu, höfðu átt drjúgan þátt í því að vekja menn til umhugsunar um atvinnu- og fjármál landsmanna, hversu þeirn yrði hrundið í betra horf. Frá þessari sjónarhæð blasti verzlunarlagiÖ við í tvöfaldri eymd og niðurlægingu landslýðs- ins. Hin danska selstöðuverzlun táknaði fyrst og fremst fjár- hagslega undirokun landsmanna, en hún var líka tákn stjórnar- farslegs ófrelsis og kúgunar. AðgerÖir, sem til þess miSuðu að losa um ánauð verzlunarinnar, voru þáttur í sjálfri frelsisbar- áttunni. En einmitt nú væntu menn þess, að til nokkurra úrslita myndi draga í þessari baráttu, á hvern veg sem verða myndi. Mönnum er gjarnt að hugsa sér, að hin góðu árin leiði rnenn til franrtaks, góðærið skapi þeim holmagn til framkvæmda áhuga- málum sínum og einurÖ til þess að koma þeinr áleiðis. Vera ma, að stundum sé þessu svo farið. En eigi á það við árin 1868— 1869 og þau tíðindi, sem þá gerðust. Árið 1868 mátti kalla í mesta lagi óhagstætt, einkum sunnan lands og vestan. Vetrar- vertíð var mjög léleg í mörgurn stöðum, en vorið og sumarið úrkomusöm, svo að varla kom þurr dagur frarn undir lok júlí- mánaðar. Hér bættist svo við, að mikil mistök urðu í komvöru- aðdráttum. Var sýnt, þegar er á sumarið leið, að gera yrði sér- stakar ráðstafanir til þess að afstýra hallæri, enda var í ljós komið, að maðkur var í miklu af korni því, sem þá var flutt til landsins. Undir haustið voru liorfurnar svo ískyggilegar meðal alls þorra rnanna, allt austan frá Mýrdalssandi og vestur að Isafjarðardjúpi, að stórkaupmannafélagið í Kaupmannahöfn hófst handa um fjar' söfnun til þess að afstýra hallæri. En fyrir samskotafé þetta, er virðist liafa komið víða að, sumt alla leið sunnan úr Frakklandi, voru keyptar á annað þúsund tn. af korni og allmikið magn af brauöi, er útbýtt var víða um sveitir. Auk þess lánaði ríkis- stjórnin 7500 rd. til kornkaupa. Þess var að vænta, að verzlunin

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.