Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1957, Blaðsíða 80

Andvari - 01.01.1957, Blaðsíða 80
76 Þorkell Jóhannesson ANDVARI þar upp tekizt almennir héraðsfundir til umræðu um helztu hagsmunamál héraðsmanna. Var þar efst á baugi kláðamálið, en hér áttu Flúnvetningar sérstöðu, vegna þess að afréttir þeirra voru opnir fyrir sauðfé úr kláðasveitum syðra, nema vörzlu væri uppi haldið á fjöllum til þess að varna slíkum samgöngum. Þessu næst má telja stofnun kjörhús eða búnaðarskóla, er mikið var um rætt og að starfað nokkurt árabil, þótt því miður yrði ekki að framkvæmd. Má vera, að stórmál þetta hafi valdið því, að héraðs- fundirnir sæi sér ekki færi á að láta verzlunarmálin til sín taka, og kom það þá í hlut einstakra sveitarfélaga að sinna þeim eitt- hvað, eftir því sem tilefni gafst, áhugi og forusta hverju sinni. Kunnugt er um þess háttar samtök í Svínavatns-, Bólstaðarhlíðar- og Engihlíðarhreppum árið 1863. Mun Erlendur Pálmason í Tungunesi hafa staðið framarlega í þeim félagsskap, er hafði það markmiÖ að ná sem hagkvæmustum verzlunarkjörum, helzt með þeim hætti að fá lausakaupmenn til þess að gera góð boð, sem svo mætti nota sem svipu á hina „föstu“ kaupmenn og verzlunar- stjóra. Ekki er kunnugt um nánari tildrög eða framhald þessa félagsskapar. í ævisögu Páls Vídalíns kemur frarn, að Páll reyndi um nokkur ár að beita samtökum til þess að útvega sveitungum sínum þolanlegri verzlunarkjör að hinni gömlu og gildu fyrir- mynd þingeysku verzlunarfélaganna frá 1844. Þar segir svo: „Til þess því að hafa sem bezt not af verzluninni, byrjaði hann á þvi að mynda verzlunarsamtök á þann hátt, að hann í nokkur ár tók í félag með sér allan þorra sóknarmanna sinna, einkum liina fátækari og efnaminni bændur, og gerðist oddviti þeirra, og lieppnaðist fyrirtæki þetta svo einkar vel, að þegar þessum sam- tökum hætti, voru þessir bændur ýmist skuldlausir eða skuld- litlir við verzlunina, enda þótt bændur annars staðar í sýslunni væri þá almennt í miklum skuldum, er leiddi af fjárkláÖanum, hágu árferði og dýrkeyptri verzlun." Orðugt er að vita með vissu, á hvaða árum þetta félag Páls Vídalíns starfaði, en líklegt ma telja, að þaÖ hafi hyrjað um 1860, eða nokkru fyrr en félag þeirra Erlends í Tungunesi, sem áður var frá sagt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.