Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1957, Page 58

Andvari - 01.01.1957, Page 58
54 Þorkell Jóhannesson ANDVAIU keypti mest alla ull, sem héðan fluttist, og allmikið af sjávar- vöru var einnig flutt til Bretlands, en eins og verzluninni var háttað, fóru viðskipti þessi að miklu leyti um hendur danskra kaupmanna. Nú hugkvæmdist Þorláki, að reynandi væri að flytja sauðfé með skipum til Bretlands og skapa þannig markað fyrir íslenzkt kindakjöt. Hér var við ærna erfiðleika að etja, svo sem oft vill verða, þegar ryðja skal nýjar brautir. Islenzkt kindakjöt var óþekkt í Bretlandi og óvíst, hversu útgengileg vara það reynd- ist. I öðru lagi var hér um að ræða lengri og viðsjálli sjóleið til flutnings á lifandi peningi en rnenn höfðu áður vanizt. Loks bættist það við, að enskir farmenn voru óvanir siglingum við strendur íslands og þar á ofan hlutu flutningar þessir að fara fram á þeim árstíma, er kalla mátti von allra veðra. Hins vegar var vafalaust allmikils hagnaðar að vænta af fjárflutningum þess- um, ef vel tækist til, og reið það af allan baggamun. Kom Þor- lákur máli þessu svo við kaupmann einn brezkan veturinn 1865— 1866, að hann afréð að gera tilraun með sauðakaup á íslandi haustið 1866. Um þessar mundir dvaldist og í Bretlandi Eiríkur Magnússon, síðar bókavörður í Cambridge, áhlaupamaður mikill og góðvinur Jóns Sigurðssonar. Var honum kunnugt um áforrn Þorláks og ákvað að vinna einnig að sauðasölumálinu. Hafði hann þá einkum í huga Múlasýslur, en einnig bárust honum bréf Ira Húnvetningum þess efnis, að hann reyndi að selja sauði fyrír þá. Tókst Eiríki að fá brezkan kaupsýslumann til þess að senda sauðatökuskip til Islands þetta sama haust. Horfði svo til þess, að vel myndi rætast úr þessu mikilvæga máli. Vorið 1866 hélt Þorlákur Ó. Johnson til íslands til þess að tryggja sauðakaupin vegna umbjóðanda síns, William Walker & Co. West Hartlepool. Er sýnt, að hann treysti mest á liðsinm Tryggva Gunnarssonar í rnáli þessu. Kom hann í Hallgilsstaði 13. júní, og sömdu þeir Tryggvi þá þegar um kaup á einu þús- undi fjár. Þetta vor var mjög hart nyrðra, svo að 7. júlí var Eyjafjörður ófær skipum vegna liafísa og varla kominn sauð- gróður. Ur þessu rættist vonum fremur, er á sumarið leið, en

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.