Andvari - 01.01.1957, Síða 11
andvari Pálmi Hannesson rektor 7
hraustar hendur, og hefði legið nærri, að hann svipti sér a'f baki.
En aldrei vissi Pétur nein deili á 'honum.
Vor eitt, 'þegar Pétur var í Valadal, fór hann norður á Bögg-
versstaðasand í Svarfaðardal til fisikikaupa. Með honum var Jón
nokkur Símonarson, frændi hans, mi'kill maður vexti, karhnenni og
glíminn vel, Gekk þeiim greiðlega ferðin norður og varð gott til
haupanna. I þann mund var glímufundur háldinn á Böggversstöð-
urn, og komu þeir Pétur þar. Voru þeir beðnir að slá í glímuna sem
aðrir, en Pétur kvaðst lítið kunna til þeirrar íþróttar og 'færðist
undan, en hinir sóttu því fastar á, og lét hann þá til leiðast. Var
svo látinn fram á móti honum sá, er minnstur þótti 'fyrir sér. Glímdu
þeir lengi, svo að hvorugur vann á öðrum, og hlógu menn mjög.
Efirn síðir slysaði PétuT þó mótstöðumanninn niður. Var þá annar
fenginn til og sá þriðji. Lagði Pétur þá báða, og stóðust þeir eigi
alHengi. Segir nú ekki af viðureigninni fyrr en Pétur hafði lagt þar
ellefu. Gekk þá 'fram sá tólfti, hár rnaður og þrékinn, en gleyrnt er,
hvað ihann hét. Jón bað Pétur að lofa sér að glíma við þennan
mann, en Pétur vildi það ekki, annaðhvort af metnaði eða kappi.
Glimdu þeir nú lengi, því að 'báðir voru rammir að afli og glímnir,
en að Idkum hóf þó Pétur hinn upp á klofbragði og slengdi 'honum
a völlinn. Maðurinn stóð á fætur, gékk til þeirra Péturs og bauð
þeim veitingar. Þekktust þeir það og skildu sem vinir. Sagði Jón
svo frá, að ilengi hefði hann eigi vitað, hvor bera mundu hærra hlut
1 glímunni, enda var Pétur orðinn móður éftir hinar fyrri glímur.
Eftir að Pétur var farinn að búa í Valadal, lagði hann a'f suður-
ferðir, en gerðist brátt umsvifamikill um búskapinn. Leið eigi á
löngu, áður en hann hafði fjárbú eitt hið rnesta í Slkagafirði. . . . Þótti
Eétur með merkari bændum, en htt lét 'hann þó sveitarmál eða
héraþs til sín taka og gaf sig ekki að deilum rnanna. . . . Ta'linn
Var 'hann hjálpfús og 'hollráður þeim, er til hans leituðu, og manna
Vlnsælastur. . . . Kona hans, Jórunn Hannesdóttir frá Hömrum
Var kölluð valkvendi, og unnu henni allir þeir, er til þekktu. Mátti
syo að orði kveða, að hún væri höfuðprýði bónda síns, og unnust
tau hugástum."