Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1957, Blaðsíða 54

Andvari - 01.01.1957, Blaðsíða 54
50 Þorkell Jóhannesson ANDVAW II. Margir eru þcir sem enn kannast við Gránufélagið og vita nokkur deili á sögu þess. Skal og ekki nánara farið út í þá sögu hér, heldur greint stuttlega frá öðrunr samtökum af líku tagi, sem gerð voru hér á landi urn likt leyti, tildrögum þeirra, mark- nriði og afdrifum. Um framkvæmd málsins hlaut að fara eftir holmagni samtakanna hverju sinni, en takmarkið var það, að félagsmenn næði aðstöðu til þess að færa gjaldvörur sínar utan til sölu þar sem hagkvæmast þætti og kaupa varning eftir þörf- um fyrir andvirðið. Þetta var kallað færandi verzlun á máli þessa tíma. Fæstir þeirra, sem í þessi samtök bundust, munu 1 upphafi liafa gert sér Ijósa grein fyrir því, hversu þessi þraut yrði leyst í einstökum atriðum. Hér kom til kasta forgöngu- mannanna. Þeirra hlutverk hlaut það að verða að finna úrræðin og velja þann veg, sem fara skyldi. Ef litið var til viðskiptalanda, var í rauninni ekki um margar leiðir að ræða. Danmörk blasti beinast við, en margar ástæður voru til þess, að menn kusu helzt, ef unnt væri, að sneiða þar hjá garði. Þar næst kom England og Noregur. Af ummælum síra Arnljóts Ólafssonar í bréfi hans til Trvggva Gunnarssonar 27. okt. 1868 er ljóst, að honum var sízt í hug að hinda viðskipti hins nýja verzlunarfélags við Dan- mörku. Hér talar hann um Noreg og Hamhorg, en þó undar- legt sé nefnir hann ekki England. Víst er þó, að á þessum árum höfðu margir íslendingar rnikinn hug á að stofna til viðskipta við Skota og Englendinga. Hingað til höfðu samt tilraunir í þa átt gengið treglega og má vera, að það hafi valdið því, að síra Arnljótur minnist ekki á England í bréfi þessu, því að víst mátti honum kunnugt vera flestunr mönnum fremur hér á landi, hvi- líkt verzlunar- og iðnaðarveldi Bretland var og mikilvægt að na þar fótfestu. En hvernig sem þessu var varið, þykir rétt, áður lengra sé haldið, að skýra stuttlega frá verzlunarsambandi íslands við England fram til þess er saga þessi hefst, ef þá mætti Ijósara verða, hvernig málin liorfðu við þeim mönnum, sem gerðu fyrstu tilraunina til þess að hrjóta ok dönsku selstöðuverzlunarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.