Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1957, Side 54

Andvari - 01.01.1957, Side 54
50 Þorkell Jóhannesson ANDVAW II. Margir eru þcir sem enn kannast við Gránufélagið og vita nokkur deili á sögu þess. Skal og ekki nánara farið út í þá sögu hér, heldur greint stuttlega frá öðrunr samtökum af líku tagi, sem gerð voru hér á landi urn likt leyti, tildrögum þeirra, mark- nriði og afdrifum. Um framkvæmd málsins hlaut að fara eftir holmagni samtakanna hverju sinni, en takmarkið var það, að félagsmenn næði aðstöðu til þess að færa gjaldvörur sínar utan til sölu þar sem hagkvæmast þætti og kaupa varning eftir þörf- um fyrir andvirðið. Þetta var kallað færandi verzlun á máli þessa tíma. Fæstir þeirra, sem í þessi samtök bundust, munu 1 upphafi liafa gert sér Ijósa grein fyrir því, hversu þessi þraut yrði leyst í einstökum atriðum. Hér kom til kasta forgöngu- mannanna. Þeirra hlutverk hlaut það að verða að finna úrræðin og velja þann veg, sem fara skyldi. Ef litið var til viðskiptalanda, var í rauninni ekki um margar leiðir að ræða. Danmörk blasti beinast við, en margar ástæður voru til þess, að menn kusu helzt, ef unnt væri, að sneiða þar hjá garði. Þar næst kom England og Noregur. Af ummælum síra Arnljóts Ólafssonar í bréfi hans til Trvggva Gunnarssonar 27. okt. 1868 er ljóst, að honum var sízt í hug að hinda viðskipti hins nýja verzlunarfélags við Dan- mörku. Hér talar hann um Noreg og Hamhorg, en þó undar- legt sé nefnir hann ekki England. Víst er þó, að á þessum árum höfðu margir íslendingar rnikinn hug á að stofna til viðskipta við Skota og Englendinga. Hingað til höfðu samt tilraunir í þa átt gengið treglega og má vera, að það hafi valdið því, að síra Arnljótur minnist ekki á England í bréfi þessu, því að víst mátti honum kunnugt vera flestunr mönnum fremur hér á landi, hvi- líkt verzlunar- og iðnaðarveldi Bretland var og mikilvægt að na þar fótfestu. En hvernig sem þessu var varið, þykir rétt, áður lengra sé haldið, að skýra stuttlega frá verzlunarsambandi íslands við England fram til þess er saga þessi hefst, ef þá mætti Ijósara verða, hvernig málin liorfðu við þeim mönnum, sem gerðu fyrstu tilraunina til þess að hrjóta ok dönsku selstöðuverzlunarinnar.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.