Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1957, Blaðsíða 15

Andvari - 01.01.1957, Blaðsíða 15
andvari Pálmi Hannesson rektor 11 og þurr. Þar voru allmargir strákar í tuski og bar rnest á fyrstu- bekkingum (busum) og nýsveinum, sem komnir voru til vor- prófs. Við félagar tókum nú eftir því, að ójafn leikur átti sér stað þar úti. Milli 10 og 20 strákar sóttu allir að einum. Sá var ekki hár vexti, en þrekinn vel og jafnvel feitlaginn, rjóður í kinnum og dálítið búlduleitur, með dökkjarpt, mikið hár. Strákar böfðu slegið bring um hann og sóttu að honum á víxl, oftast 2—3 í bóp, en hopuðu og héldu sig í öruggri fjarlægð þess á ntilli, enda var hart og kappsamlega vegið á móti og hvergi liirt, þótt hnappur hrykki úr flík eða saumur sprytti. — Mér var þá sagt, að þessi nýsveinn, sem svo vasklega varðist ofureflinu, héti Pálmi frá Skíðastöðum. Síðan hefur mér jafnan fundizt sem þetta litla atvik lýsti vel einum þætti í skapgerð Pálma, en það var áræði og kapp, þótt leikur væri harður. Þetta gat komið fram í viðureign við skagfirzka ótemju, straumbólgið jökulvatn — og einna skýrast, er hann tók við skólastjórn menntaskólans í Reykjavík, þrítugur að aldri. í gagnfræðaskóla Akureyrar var Pálmi jafnan meðal fremstu namsmanna, en náttúrufræði og íslenzka voru eftirlætisnáms- greinar hans. I náttúrufræði var honum kennsla Stefáns skóla- naeistara sem opinberun. Þeim svipaði saman í hneigð til náttúru- visinda og næmri tilfinningu fyrir fáguðu málfari í ræðu og riti. í þeim skóla var það siður að lesa miklu meira í sumum namsgreinum en kennslubækur, eða svo gerðu hinir dugmeiri nenrendur. Einkurn mun þetta hafa átt við um náttúrufræði og sagnfræði. Pálmi las stórar bækur urn dýrafræði og líffræði á þessum árum. Gagnfræðaprófi lauk Pálmi vorið 1915 með góðri einkunn °g hélt til náms í menntaskólanum í Reykjavík um haustið. Ekki mun hann hafa haft sig mjög í frammi í skólalífinu syðra, en ‘nspector -platearum (hringjari) var hann í 5. bekk, og sýnir það, að þá þegar hefur hann þótt einna aðsópsmestur í hópi skólapilta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.