Andvari - 01.01.1957, Page 94
90
Gísli Sveinsson
ANDVARI
nokkurar hraktar skipshafnir, er á land kornast, æði í reiðileysi
á eyðimerkur og eigi á hættu að týnast þar. En víst gerðust dæmi
þessu lík við einstök skipsströnd í Skaftafellssýslu. Nefna má hér
að lokum tvenn tilvik, sem gerist þó hvorugt í Meðallandinu, en
eru fullgóð dæmi til fróðleiks.
Fyrst: Árið 1920 strandar skip við Kötlutanga og nær aldrei
þessu vant var þetta að sumarlagi. Þetta var flutningaskip danskt,
átti að vera á leið til Reykjavíkur, en hrakti austur með fjörum
sunnanlands. Sást loks til skipsins og var þegar haldið til sjávar
af næstu bæjum austast í Mýrdal. En er þar var kornið var skipið
að kastast í brimgarðinn og virtust skipsmenn eigi geta haldið
sér lengur við skip og reiða, en leituðu færis að komast í land,
vörpuðu sér í sjóinn og freistuðu að synda gegnum brimið og
lánaðist flestum það, því að harka var ekki ofsamikil í sjónum,
enda var þá mannlega tekið á móti eins og venja var, þótt eigi
hefðu byggðamenn annað en hug sinn og dug að leggja í veð.
Þó hafði einn skipverja slegizt til bana við skipshlið og tvo lítt
synda hafði skipstjóri sett á rá í sjóinn; en eigi bar þá að landi
og drukknuðu þeir úti á rúmsævi. Ráin flaut upp seinna mann-
laus. — Orsök skipreikans kvað skipstjóri að vísu þá venjulegu:
„Elarður straumur og ruglaður áttaviti", en svo var hann nú
sjálfur ramvilltur (kvaðst litla landsýn hafa haft vegna dimm-
viðris), að hann hélt sig vera að sigla inn Faxaflóa með stefnu
á Skaga, en var nú sem sagt kominn austur fyrir Dyrhólaey. Þess
má geta, að ekki virtist honum síðar hafa orðið neitt hált á þess-
ari útreið hjá yfirboðurum sínum, því að skip fékk liann aftur
til Islands-farar, en hleypti því einnig í strand seinna — við
Gróttu á Seltjarnarnesi — og hafði hann þá reyndar meira veður
af Skipaskaga en í hið fyrra skiptið. — Annað: Árið 1928 strand-
aði enskur togari austan til á Mýrdalssandi og var þá korninn
vetur; ofsarok var á, krapabylur og sandhríð. Höfðu strandmenn
komizt á land, blautir og þjakaðir, og tóku það ráð (eða óráð)
að halda á eyðimörkina í vesturátt, þótt byggð væri nær að
austanverðu, í Álftaveri, sem þeir höfðu vitaskuld eigi hugmynd