Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1957, Síða 94

Andvari - 01.01.1957, Síða 94
90 Gísli Sveinsson ANDVARI nokkurar hraktar skipshafnir, er á land kornast, æði í reiðileysi á eyðimerkur og eigi á hættu að týnast þar. En víst gerðust dæmi þessu lík við einstök skipsströnd í Skaftafellssýslu. Nefna má hér að lokum tvenn tilvik, sem gerist þó hvorugt í Meðallandinu, en eru fullgóð dæmi til fróðleiks. Fyrst: Árið 1920 strandar skip við Kötlutanga og nær aldrei þessu vant var þetta að sumarlagi. Þetta var flutningaskip danskt, átti að vera á leið til Reykjavíkur, en hrakti austur með fjörum sunnanlands. Sást loks til skipsins og var þegar haldið til sjávar af næstu bæjum austast í Mýrdal. En er þar var kornið var skipið að kastast í brimgarðinn og virtust skipsmenn eigi geta haldið sér lengur við skip og reiða, en leituðu færis að komast í land, vörpuðu sér í sjóinn og freistuðu að synda gegnum brimið og lánaðist flestum það, því að harka var ekki ofsamikil í sjónum, enda var þá mannlega tekið á móti eins og venja var, þótt eigi hefðu byggðamenn annað en hug sinn og dug að leggja í veð. Þó hafði einn skipverja slegizt til bana við skipshlið og tvo lítt synda hafði skipstjóri sett á rá í sjóinn; en eigi bar þá að landi og drukknuðu þeir úti á rúmsævi. Ráin flaut upp seinna mann- laus. — Orsök skipreikans kvað skipstjóri að vísu þá venjulegu: „Elarður straumur og ruglaður áttaviti", en svo var hann nú sjálfur ramvilltur (kvaðst litla landsýn hafa haft vegna dimm- viðris), að hann hélt sig vera að sigla inn Faxaflóa með stefnu á Skaga, en var nú sem sagt kominn austur fyrir Dyrhólaey. Þess má geta, að ekki virtist honum síðar hafa orðið neitt hált á þess- ari útreið hjá yfirboðurum sínum, því að skip fékk liann aftur til Islands-farar, en hleypti því einnig í strand seinna — við Gróttu á Seltjarnarnesi — og hafði hann þá reyndar meira veður af Skipaskaga en í hið fyrra skiptið. — Annað: Árið 1928 strand- aði enskur togari austan til á Mýrdalssandi og var þá korninn vetur; ofsarok var á, krapabylur og sandhríð. Höfðu strandmenn komizt á land, blautir og þjakaðir, og tóku það ráð (eða óráð) að halda á eyðimörkina í vesturátt, þótt byggð væri nær að austanverðu, í Álftaveri, sem þeir höfðu vitaskuld eigi hugmynd
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.