Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1957, Page 46

Andvari - 01.01.1957, Page 46
42 Sigurður Þórarinsson ANDVARI í Flosahelli — liann er upp í íjallinu fyrir austan Svínafell — og þá hafi hinn þriðji brestur komið í hér sagða jökla, og þeir sprungið svo í sundur, og hleypt svo miklu vatni og grjóti úr sér, iram úr hverju gili, að allt fólk og gripir hafi farizt urn öll Oræfi, utan þessi smali og einn hestur blesóttur. En um sumarið, þá þingmenn úr Austfjörðum áformuðu til Alþingis, hafi þessi hestur staðið á einum kletti fyrir austan Fagurhólsmýri, og steypzt þar ofan fyrir, þá þeir vildu höndla hann, og síðan hafi þessi klettur verið kallaður Blesaklettur og svo heitir hann enn í dag.“ Flvaða ályktanir getum við nú dregið af hér greindum heim- ildum? Athugum fyrst tímasetninguna. Annálum ber þar ekki vel saman og einn annáll, Gottskálksannáll, nefnir raunar tvö gos í Knappafellsjökli á 14. öld, hið fyrra 1332. Tekur Þorvaldur Thoroddsen það upp í eldfjallasögu sína og Jón Þorkelsson telur, að í hlaupi samfara fyrra gosinu hafi Svínafell af tekið. En ég held mér sé óhætt að lullyrða, bæði út frá annálum og þó einkum út frá öskulagarannsóknum, að Knappafellsjökull hafi aðeins gosið einu gosi á 14. öld, því gosi, er eyddi Hérað. Það gos ber þess öll merlci að vera það, sem eldljallafræðingar nefna initial- eða upphafsgos, en slík gos koma eftir aldalöng goshlé. Slíkt gos var það, er eyddi Pompeji árið 79, og slíkt gos var það, sem eyddi Þjórsárdal 1104. Og gos það, sem eyddi Hérað milli sanda, er hægt að tímasetja með nokkurn veginn vissu. Það hefur vart verið fyrir 1362, því þá væri þess getið í annál séra Einars Flafliðasonar (Lögmannsannál), sem varðveittur er í eigin- handarhandriti fram undir lok ársins 1361. Enn kemur það til, að öruggt má telja, að gosið hafi verið fyrir dauða Þórarins SkáT holtsbiskups Sigurðarsonar. í máldaga Stafafellskirkju í Lóni t Vilchinsmáldögum segir: „Item lagðist þangað frá Flnappavallar- kirkju eftir skipan herra Þórarins biskups 6 kúgildi og kúgildis- hross, 200 í fríðu, kross stór, kaleikur og skrúði slíkur, sem þar er, klukkur tvær frá Breiðá og kross.“ Annálum ber saman urn að Þórarinn biskup hafi látizt tveim árum eftir gosið í Knappa'

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.