Andvari - 01.01.1957, Blaðsíða 44
40
Sigurður Þórarinsson
ANDVARI
sem nú er verið að grafa fram nærri Hofi, svo að einnig með
þessu móti verður niðurstaðan sú, að bæjatalan hafi verið nær
30. Með hjálp örnefna, lýsinga fsleifs sýslumanns Einarssonar
frá fyrsta tug 18. aldar á eyddum bæjum í Öræfum og út frá
núverandi rekafjörunöfnum og fjörumörkum er hægt að stað-
setja með nokkru öryggi 14 eða 15 af bæjunum. Meðal þeirra
eru kirkjustaðurinn Jökulfell, nærri núverandi Bæjarstaðarskógi
og Idólar undir Staðarfelli austan við Hólárjökul, en þar telja
sumir að verið hafi kirkja í fyrstu kristni. Eyrarhorn hlýtur að
hafa verið einhvers staðar á leirunum norður af Ingólfshöfða
þar sem Skeiðará veltur nú fram. Var þar einnig kirkja, eða
a. m. k. hálfkirkja, á 14. öld. Fleira er ei rúm hér að nefna.
En ekki munu þær mjög ýktar síðari alda sagnirnar um það,
að í Eléraði liafi verið 40 bæir.
Ætla mætti, að í sveit með sextán eða sautján guðshúsum
væri þeir réttlátu eigi færri að tölu, en hafi svo verið, hefur
Jahve verið strangari dómari þeim Héraðsmönnum en hann var
Sódómuhúum forðurn, því skömmu síðar en máldagar þeir voru
skráðir er ég hefi nú rætt, dundu yfir hina blómlegu byggð
þau ósköp, er vel mega jalnast við það er Jahve lét rigna eldi
og brennisteini yfir áðurnefnda borg. Idinn hávi jökull, sem í
aldaraðir hafði þrumáð að haki Eléraðs milli sanda og veitt býl-
um Jress skjól, skipti nú skyndilega um ham.
í annálsbroti, sem kennt er við Skálholt, en skráð mun vera
á Norðurlandi, og telja má nærri samtímaheimild, segir um árið
1362: „Eldar uppi í þrern stöðum fyrir sunnan og hélzt það
frá fardögum til hausts með svo miklum býsnum, að eyddi allt
Litlahérað og rnikið af Hornafirði og Lónshverfi, svo að eyddi 5
þingmannaleiðir. Elér með hljóp Knappafellsjökull frarn í sjo,
þar sem áður var jirítugt djúp, með grjótfalli, aur og saur, að
þar urðu síðan sléttir sandar. Tók og af tvær kirkjusóknir með
öllu, að Hofi og Rauðalæk. Sandurinn tók í miðjan legg á sléttu,
en rak saman í skafla, svo að varla sá húsin.
Öskufall bar norður um land svo að sporrækt var. Það fylgdt