Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1957, Side 52

Andvari - 01.01.1957, Side 52
ANDVARI Brot úr verzlunarsögu. Upphaf verzlunarsamtaha á Suðvesturlandi og Norður- landi á árunum 1868—1870. Eftir Þorkel fóhannesson. I. Tímabil það í verzlunarsögu íslands, sem hefst 1787 og endar með lögunum um algert verzlunarfrelsi á Islandi 1. apríl 1855, liefir kallað verið fríliöndlunaröld. A þessu tímabili byrja íslenzkir kaupmenn að fást við verzlun, en flestir í heldur smáum stíl. Af belztu íslenzkum kaupmönnum má liér nefna Bjarna Sívert- sen í Hafnarfirði og Ólaf Thorlacius á Bildudal, en því næst menn eins og Friðrik Svendsen á Flateyri, Guðmund Scbeving í Flatey, Kjartan ísfjörð á Eskifirði og Gísla Símonarson í Höfða- kaupstað og víðar. Þegar þessir menn eru frá taldir, og þeir eru allir úr sögunni á fjórða tugi aklarinnar, er varla að nefna ís- lenzka kaupmenn, sem mikið kveði að, fyrri en upp úr miðri öld- inni, og ber þar einna hæst Ásgeir Ásgeirsson á ísafirði. FTm flesta þessa menn er það að segja, að þeir höfðu verzlunarsam- bönd sín bjá dönskum verzlunarhúsum og í rauninni er ekki ýkjamargt, sem greinir þá frá starfsbræðrum þeirra, dönsku sel- stöðukaupmönnunum. Helzt mætti nefna það, að sumir þessara manna, einkum Bjarni Sívertsen, Ólafur Thorlacius, Guðmundur Scbeving og Ásgeir Ásgeirsson fengust jafnframt við þilskipa- útveg og unnu með þeim hætti mikilsvert brautryðjendastarf. En ástæðan til þess, að slíkir menn fengu ekki beitt sér til veru- legra umbóta í verzlun landsins, mun einkum hafa verið sú, að þeir voru yfirleitt bundnir í báða skó fjárhagslega af dönskum verzlunarhúsum, sem sáu þeim fyrir veltufé eða vörulánum og

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.