Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1957, Side 93

Andvari - 01.01.1957, Side 93
ANDVARI Þáttur um skipsströnd í Skaftafellssýslu 89 hreyfingum eða bendingum til þeirra hluta, sem við er átt eða taka þarf, til einnar eða annarrar neyzlu og nota, og kallast einu nafni „pat“. En eftir ótrúlega skamman tíma kemst þetta venju- lega í viðunandi horf og brátt geta farið að lærast einstök orða- tákn og regluleg orð. En á Suðurlands strandsvæðinu varð dvöl erlendra skipverja aldrei svo löng, að neitt „millimál“ myndaðist eða málabrot, né heldur að hrognamáls gætti eftir á í daglegu tali manna í Skaftafellssýslu af þessurn sökum, eins og kvað hafa loðað við í öðrum stöðum á landinu, t. d. af langri setu Fransmanna þar. Hitt var og, syðra eins og víðar, að skólagengnir menn voru stundum tiltækir og gátu skilið eða mælt strandmenn rnálum, sem kom sér vel fyrrum, svo sem auk sýslumanns ein- hver af prestum eða læknum í nálægum sveitum, ef til þeirra náðist eða þeir áttu skyldu að gegna við strandið eða skipshöfn. En þegar fram í sótti og á síðari tímum fóru fleiri í héraði að kunna nokkur orð í tungumálum, höfðu enda gengið á skóla aðra en barnaskóla, svo að greiðara varð til samskiptanna, og þá bezt, ef hreppstjórar áttu í hlut, eins og um all-langa hríð hefir átt sér stað þar ausfur, einmitt þar sem mest var um að véla. En ávallt varð hið frumstæða samtalsform nokkurt umræðuefni, og stundum að gamanmálum haft manna á milli, enda tilvalið dæmi um, að einnig í þessurn efnum gátu menn bjargazt „á brjóstvitinu". — Að fiskiskip (togarar) eru ennþá að „stranda", þrátt fyrir allt, orsakast vafalaust allajafna af því, að þau eru að „fiska í land- helgi“ eða dunda svo sem inn við landssteina og vara sig hvorki a veðurátt né öðrum hindrunum eða ófærum með ströndum fram. Kom slík óvarkárni einnig oft fram áður, en þá var vitan- lega allt erfiðara um vik að komast úr hættu. En nú ætti héðan af mannhjörg að vera öruggari fyrir sandi, eins og vikið hefir verið að, ef hvors tveggja er gætt, að skipsmenn hagi sér skyn- samlega með góðum útbúnaði, og að björgunartilfæri í landi séu í standi, sem vart mun nú á skorta. Þá ætti og eigi að þurfa að reikna með því, að fávísir menn stjórni skipum, eða að

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.