Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1957, Side 8

Andvari - 01.01.1957, Side 8
4 J. Eyþórsson ANDVARI manns að baki embættum og mannvirðingum. Störf hans verða ekki vegin eða metin hér nema að litlu leyti. Til þess er ot skammt liðið, síðan hann féll frá, að dórnar urn slíkt verði rit- aðir af fullu hlutleysi eða lesnir af öllurn með hlutlausu hugar- fari. ÆSKUSTÖÐVAR OG ÆTT. Pálini Hannesson fæddist að Skíðastöðum í Skagafirði 3. jan. 1898 og ólst þar upp til 16 ára aldurs. Bærinn Skíðastaðir standa á svonefndri Neðribyggð, suður frá Víðimýri, en skammt norður frá Mælifellshnúk. Er fjallasýn því yfirbragðsmikil frá Skíðastöðum, en sveitin hið neðra grösug og góð undir bú. Foreldrar Pálma, Hannes Péturs- son og Ingibjörg Jónsdóttir, giftust 25. júlí 1892 að Alfgeirsvöll- um og hófu búskap á Skíðastöðum sarna ár. Þeim varð þriggja barna auðið, og var Pálmi þeirra yngstur. Elztur er Pétur Hannes- son, póst- og símstjóri á Sauðárkróki, kvæntur Sigríði Sigtryggs- dóttur Benediktssonar frá Hvassalelli í Eyjafirði, og þar næst Jórunn Hannesdóttir, ekkja Jóns Sigfússonar verzlunarmanns a Sauðárkróki. Hannes Pétursson á Skíðastöðum var Skagfirðingur í marga ættliði, og má rekja ætt hans til Hrólfs Bjarnasonar ins sterka lögréttumanns að Álfgeirsvöllum, en Hrólfur var kvæntur sonar- dóttur Torfa sýslumanns í Klofa. Var Pálrna Hannessyni vel við báða þessa ættfeður sína, og jafnan hallaðist hann að því, að Klofajökull (Vatnajökull) væri kenndur við Klofa í Landssveit, óðal Torfa. Föðurafi Pálma var Pétur Pálmason bóndi í Valadal og síðar á Álfgeirsvöllum. Pétur í Valadal var hestamaður ágætur, og um hann er vísa Jóns á Þingeyrum Ásgeirssonar: ,,Við skulurn koma að Valadal og vænan finna Pétur. Mínurn góða gjarðaval gefur enginn betur“. — Pétur var fæddur í Syðra-Vallbolti árið 1819. Faðir hans var Pálmi bóndi Magnússon í Syðra-Vallbolti Péturssonar. Var Pálmi Hannesson því heitinn eftir langafa sínum. Kona Magn-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.