Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1957, Page 38

Andvari - 01.01.1957, Page 38
34 J. Eyþórsson ANDVAM gekk hann rakleitt upp í Menntaskóla. I efsta þrepi stigans þraut krafta hans, og andaðist hann fáurn mínútum síðar á skrif- stofu rektors, þar sem hann hafði starfað daglega í 27 ár. Utför hans var gerð 28. nóv. og hófst með athöfn í Mennta- skólanum, þar sem settur rektor, Kristinn Ármannsson, flutti kveðjuorð, en því næst mælti Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráð- herra, gamall nemandi Pálma, á þessa leið m. a.: „Pálmi Hannesson er látinn. Með honurn er til moldar geng- inn einn svipmesti skólafrömuður þjóðarinnar, glæsilegur mennta- maður, ágætur Islendingur. Pálmi Hannesson var náttúrufræðingur. Plann hafði sterkan áhuga á vísindum. Mér er samt nær að halda, að listhneigðin hafi verið ríkari í hug hans. Áhugi lians fyrir íslenzkri náttúru var ekki síður mótaður af næmri tilfinningu listamannsins en skörpum skilningi vísindamannsins. ... , Meginstarf sitt vann Pálmi Hannesson þó ekki sem náltúru- fræðingur, heldur sem skólamaður. Hann var afburða kennari. I stjórn hans á skólanum leyndi það sér ekki, að hann var til' finningamaður, skapmaður, en hann var jafnframt góðviljaðut vitmaður. Honum gat þótt og hann gat fyrirgefið, — hvort tveggja af jafnheilum hug. En hvort sem hann hnyklaði brúnir eða brosti hlýlega, þá var yfir honum sá glæsibragur, sem olli því, að hann var jafnmikils virtur af nemendum sínum og samstarfsmönnum • Þessi ummæli gamals nemanda, samkennara og að síðustu yfirboðara hins látna rektors eru í senn hófsöm, hlvleg og hrein- skilin — engu síður en orð hins ókunna Norðlendings, sem um getur í upphafi þessa máls. Þess vegna er þeim haldið til haga hér sem sígrænum laufum á leiði Pálma Hannessonar. í dómkirkjunni stóðu nemendur heiðursvörð við kistu rektors- Séra Jón Þorvarðarson, sóknarprestur Pálma Hannessonar í teigssókn, jarðsöng. Var öll útfararathöfnin með djúpum alvöru hlæ og hin virðulegasta. Stofnað var til minningarsjóðs Pálma Hannessonar, og er honum ætlað að styðja íslenzk náttúruvism '•

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.