Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1951, Page 9

Andvari - 01.01.1951, Page 9
andvari Guðmundur Finnbogason 5 í sömu ræðu lýsir hann þannig jólunum á heimili foreldra sinna, að það er auðsætt, að heimilið hefur haft heillavænleg áhrif á hugi barnanna: „Og nú hafði mamma gert hinn fornfálega og hrörlega bæ allan svo hreinan, sem unnt var . . . Eg sé blíðu brosin á andliti pabba og mömmu, og síðan hefi ég skilið orðin í guðspjallinu: „Friður á jörðu og guðs velþóknun yfir mönnunum.““ Þarna kemur líka fram, hve sneinma mótast hið ávaxtaríka við- horf Guðmundar Finnbogasonar við fögrum bókmenntum: „Pabbi hafði farið í kaupstaðinn fyrir jólin og keypt þá „Kátan pilt“ eftir Bjömson, og bókin var þá nýkomin út. Mér finnst enn ljómi yfir mórauðu kápunni, sem á henni var, og ég hefi ekki síðan skilið aðrar persónur betur en ég þá skildi Eyvind og Maríu.“ Umhverfið er og fagurt, og átti Guðmundur góðar minning- ar um það frá bernskuárunum: „Ég vildi ekki vera án þess að hafa lifað þessar stundir, séð fjallið spegla sig í Ljósavatni, fundið, að himinninn var svona nærri Röðlinum, skynjað hið einkennilega líf í steinunum á grundinni fyrir utan Ljósavatn, fundið hinn dularfulla geig, sem stóð af klettaveggnum kringum friðsæla hvamminn við E>júpá.“ Þegar Guðmundur var á ellefta árinu, fluttist hann austur að Möðrudal á Fjöllum. Þar bjó þá Stefán Einarsson og kona bans Arnfriður Sigurðardóttir. Hún var fóstursystir Finnboga Finnbogasonar, og bauð hún honum að taka Guðmund litla í fóstur. í Möðrudal var fjölmennt heimili og stórt bú og lífið ólíkt viðburðaríkara og fjölbreyttara en Guðmundur hafði átt að venj- ast- Amfriður var góð kona, og Stefán var rausnarmaður, sérstæð- Ur nokkuð, hestamaður og ástríðumaður, aðsópsmikill, en þó brjósthlýr. Guðmundur vann öll þau störf, sem venjulegt var á þeirri tið að fela drengjum í sveit. Hann gætti lambfjár á vorin °g sat hjá kvífé á sumrum. Hann hreifst af hinni stórbrotnu

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.