Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1951, Side 11

Andvari - 01.01.1951, Side 11
ANDVARI Guðmundur Finnbagason 7 hvort hann ætlaði sér að nema læknisfræði eða lesa lög. Guð- mundur kvaðst ekki hafa hug á neinu af þessu. Hann ætlaði að verða rithöfundur. Séra Einar sagði þess litla von, að hann gæti lifað á slíkum störfum, en hvað sem því leið, breytti hann ákvörðun sinni og hét að taka við Guðmundi. Guðmundur var síðan hjá séra Einari til haustsins 1892, en tók þá próf inn í þriðja bekk latínuskólans. Hann reyndist frábær námsmaður og lauk stúdentsprófi með ágætiseinkunn vorið 1896. Þeir, sem kynntust honum á skólaárum hans í Reykjavík, láta mjög af því, hve mikið hafi verið fjör hans, áhugi hans og málreifni. Hann vann fyrir námskostnaði sínurn á surnrin, og þó að hann stundaði námið svo vel sem próf hans sýndi, var hann enginn bókormur. Mörgum varð það, senr höfðu lítinn eða engan fjárkost, að stefna stytztu leið til embættis að loknu stúdentsprófi. En Guð- mundur var sama sinnis og þá er hann ræddi við séra Einar fyrir sex árum austur í Kirkjubæ. Sumarið 1896 fór hann utan og tók að stunda nám í sálarfræði og heimspeki við háskólann i Kaupnrannahöfn, lagði höfuðáherzluna á sálarfræðina. Aðal- kennari hans var Harald Höfding, en mjög þótti Guðmundi koma til fyrirlestra Alfreds Lehmanns, sem þá var dósent, en síðar varð prófessor í tilraunasálarfræði. Guðmundur las margt °g mikið utan námsgreina sinna og tók öflugan þátt í félagslífi stúdenta. Hann þýddi og nokkuð af skáldskap og um bókmenntir, °g er mér þar tvennt ríkast í buga, Þýtur í skóginum í Sögum frá Síberíu eftir Korolenko og JShUíharbókmenntir NorÖmanna, snilldargrein eftir skáldjöfurinn Björnson. En Guðmundur tók meistarapróf með lofsamlegum vitnisburði eftir fimrn vetra nám ~ vorið 1901. Hann sótti urn styrk úr sjóði Hannesar Arnasonar, en fékk hann ekki. En nú var á döfinni að setja fræðslulöggjöf á íslandi, °g veitti Alþingi Guðmundi 2000 króna styrk á ári í tvö ár bl þess að kynna sér fyrirkomulag fræðslumála erlendis. Guð- mundur gekk að þessu starfi af alhug, ferðaðist um Norður-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.