Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1951, Síða 14

Andvari - 01.01.1951, Síða 14
10 Guðmundur Gíslason Hagalín ANDVARI en tveimur árum seinna kom hún út á frönsku. Er mikið af efni hennar hið sama og í Hugur og heimur. Árið 1911 var Guðmundur skipaður 1. bókavörður við Lands- bókasafnið, og gegndi liann því starfi í fjögur ár. Árið 1914 kvæntist hann, gekk að eiga Laufeyju Vilhjálmsdóttur, bónda á Rauðará við Reykjavík, Bjarnarsonar, skálds og prófasts í Lauf- ási, Halldórssonar. Áttu þau Guðmundur sér hið prýðilegasta heimili og eignuðust sex börn. Eru fjögur þeirra á lífi, þrír synir og ein dóttir. Þakkaði Guðmundur það mjög konu sinni og bömum, hve vel honum entist andlegur þróttur og bjartsýni fram til hins síðasta. Tveimur árum eftir að Guðmundur var orðinn bókavörður, var hann, ásamt skáldinu Einari H. Kvaran og Pálma Pálssyni yfirkennara, skipaður í nefnd, sem skyldi fjalla um íslenzk mannanöfn. Ávöxtur starfa þeirra var bókin íslenzk mannanöjn, sem út kom árið 1916. Nefnd þessi var kölluð ættarnafnanefndin, og var starf hennar mjög umdeilt, en Guð- mundur Finnbogason, sem var sízt óþjóðræknari en þeir, sem gerðu harðasta hríð að nefndinni, mun hafa litið þannig á, að gegn upptöku ættamafna yrði ekki spornað, frekar en ýmsu öðru, sem utan úr heiminum bærist hingað til lands, og væri svo rétt að stuðla að því, að nöfn yrðu í sem beztu samræmi við lögmál íslenzkrar tungu. Árið 1915 tók hann saman úrval úr ljóðum Matthíasar Jochumssonar, og bætti sú hók úr brýnni þörf, svo mikið að vöxtum og ójalnt að gæðum sem það er, er liggur eftir hið mikla Ijóðskáld. Fyrsta bók Guðmundar um vinnuvísindi kom út 1915. Hún hét Vit og strit. Nokkrar greinir. Hann byggir þama einkum á rannsóknum Ameríkumanna, og hráðlega gafst honum færi á að kynna sér þær betur. Árið 1916 var honum boðið til fyrir- lestrahalds í byggðum Islendinga í Vesturheimi. Hann var þeim hinn mesti aufúsugestur, og varð för hans mikill styrkur þeim mönnum, sem unnu að verndun íslenzks þjóðernis í Vestur- heimi. Fyrirlestur hans var prentaður og gefinn út í Winnipeg. Hann er hinn snjallasti — og í honum eggjar Guðmundur Vestur-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.