Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1951, Side 15

Andvari - 01.01.1951, Side 15
andvari Guðmundur Finnbogason 11 íslendinga þjóðlegri lögeggjan. í ferðinni kynnti liann sér all- ýtarlega vinnuvísindi Bandaríkjamanna, sem þá vom orðin fræg vítt urn lönd. Á árunum 1916—17 flutti hann fyrirlestra um slík efni við Háskóla íslands, og 1918 varð hann prófessor í hagnýtri sálarfræði. Árið 1916 gaf hann út smárit, Þörfin á vinnuvísind- um, og 1917 allstóra bók, sem heitir Vinnan. Um heimspekileg og fagurfræðileg efni er bók hans Frá sjónarheimi, er út kom 1918. Öll þessi rit Guðmundar, og þá einkum Vit og strit og Vinnan, vom mikið lesin af lærðum og leikum, og var margt um þau rætt. Skorti allmikið á, að menn skildu þá nauðsvn, sem hann þar benti á, og tel ég vafalaust, að margt væri nú betur um framleiðslu okkar og vinnubrögð, ef rit og ræður Guðmund- ar hefðu mætt meiri skilningi einmitt ráðandi manna á sviði at- vinnulífsins. Hefur hann sjálfur lýst skemmtilega og þó raunar átakanlega þeirri tregðu og því skilningsleysi, sem hann átti við að stríða, og ætti frásögn hans um móspaðann að vera prentuð í hverri lesbók handa íslenzkum unglingum. Árin 1921—22 sat Guðmundur í milliþinganefnd í menntamálum, og 1922 kom frá hendi hans og Sigurðar P. Sívertsens prófessors prentað álit, sem varð undirstaða þeirrar breytingar, sem gerð var á Mennta- skólanum. Háskólaárið 1920—21 var Guðmundur rektor skól- ans, og kom þá út sem fylgirit Árbókarinnar eitt af merkustu ritum hans, Land og þjóð. Þar tekur hann til athugunar áhrif landsins á þjóðina, vegur og metur sjálfstætt, þó að hann hafi að nokkru til fyrirmyndar erlend rit urn hliðstæð efni. Árið 1923 gaf hann út safn sjávarljóða eftir marga höfunda frá ýms- um tímum, og nefndi hann það Hafrænu. Árið eftir konr út þýðing hans á Mannfræði R. Maretts. Á Alþingi 1924 var háð sparnaðarkeppni milli tveggja stærstu flokkanna. Árangurinn varð engum til gagns, og munu fáir muna eftir öðru en því, að skorið var niður embætti Guðmundar Finn- bogasonar. Var hann þar með fluttur frá því starfi, sem hann hafði húið sig undir langt árahil og taldi stefna í þá átt, að íslendingar mættu í framtíðinni læra að haga þannig brauðstrili

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.