Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1951, Side 20

Andvari - 01.01.1951, Side 20
16 Guðmundur Gíslason Hagalín ANDVARI íslenzka tungu og bókmenntir, og hann þýddi fjölda af grein- um um ýmis efni. Af útgáfum frá hans hendi eru ótalin Dýra- Ijóð og Fósturlandsins Freyja, og af þýðingum hans, sem kornu út í bókarformi, skal þessara getið: Máttur manna eftir William James, Málaralist Dana eftir K. Madsen, Fyrir opnum dyrutn eftir Anker Larsen, Urvalsgreinar eftir ýmsa höfunda, Tónlistin eftir E. Abrahamsen, Veraldarsaga H. G. Wells — og MarkmiÓ og leiðir eftir Aldous Huxley. Annars skal hér bent á skrá yfir rit Guðmundar Finnhogasonar eftir Finn Sigmundsson lands- hókavörð. Er hana bæði að finna aftan við Huganir og í fyrstu Árbók Landsbókasafnsins. Guðmundur Finnbogason átti sæti í stjóm Þjóðvinafélags- ins frá 1923—43 og í Menntamálaráði frá 1938—43. Frá 1929 var hann forseti í Commission nationale islandaise de cooperation intellectuelle, og fór tvisvar á fund í Genf sem full- trúi þess félagsskapar. Hann var sæmdur ýmsum heiðursmerkj- um, og hann var heiðursfélagi erlendra vísindafélaga, og árið 1939 varð hann heiðursfélagi Sambands íslenzkra barnakennara. I ræðu á Þingeyingamóti 1939 sagði Guðmundur Finnboga- son meðal annars: ,,Ég vil ekki gleyma lofsöng gróandans við Mývatn.“ í ræðu á hundrað ára fæðingarafmæli Matthíasar Jochums- sonar fórust Guðmundi þannig orð, að Matthías hefði feginn viljað: „Lyfta í eilífan aldingarð því öllu, sem drottinn gaf.“ Og út af tveimur vísum eftir Matthías mælti Guðmundur þessi orð: „Þannig talar sá einn, sem gæddur er trú, von og kærleika hins gróanda lífs og gleymir sjálfum sér í trausti á æðri þroska en honum hefir tekizt að ná.“ Ennfremur tók Guðmundur svo til orða í ræðu, er hann

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.